Vilja endurvekja áætlunarflug til Kabúl

Talíbanar í Afganistan | 26. september 2021

Vilja endurvekja áætlunarflug til Kabúl

Talíbanar hvetja alþjóðaflugfélög til að taka upp áætlunarflug til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á ný, enda sé búið að leysa úr tæknilegum vandkvæðum og laga aðbúnaðinn á flugvellinum. 

Vilja endurvekja áætlunarflug til Kabúl

Talíbanar í Afganistan | 26. september 2021

Flugvallarstarfsmenn að verki á flugvellinum í Kabúl fyrr í vikunni.
Flugvallarstarfsmenn að verki á flugvellinum í Kabúl fyrr í vikunni. AFP

Talíbanar hvetja alþjóðaflugfélög til að taka upp áætlunarflug til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á ný, enda sé búið að leysa úr tæknilegum vandkvæðum og laga aðbúnaðinn á flugvellinum. 

Talíbanar hvetja alþjóðaflugfélög til að taka upp áætlunarflug til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á ný, enda sé búið að leysa úr tæknilegum vandkvæðum og laga aðbúnaðinn á flugvellinum. 

Mikið tjón varð á flugvellinum eftir það öngþveiti sem ríkti þar eftir yfirtöku talíbana, þegar 120.000 manns voru flutt frá landinu með aðstoð annarra ríkja, þá aðallega Bandaríkjamanna. 

Aðgerðunum lauk þann 30. ágúst þegar Bandaríkjamenn drógu herlið sitt að fullu til baka. 

Síðan þá hafa aðeins verið farin leiguflug til og frá Kabúl auk einstakra sérferða á vegum flugfélaga frá Pakistan, Íran og Afganistan. 

Þær flugferðir hafa verið yfirfullar en ein ferð, sem tekur aðeins 40 mínútur, kostar rúmlega 153 þúsund íslenskar krónur. Flugfélögin segja að verðið skýrist af hárri stríðstryggingu sem þarf að borga til þess að geta haldið úti flugi til Kabúl.

Afganar komist ekki heim

Abdul Qahar Balkhi, talsmaður utanríkisráðuneytis talíbana, hvetur alþjóðleg flugfélög til að taka upp áætlunarferðir til Kabúl á ný. Afganar staddir erlendis komist ekki heim auk þess sem skorturinn á flugferðum takmarkar möguleika Afgana á því að ráða sig í störf erlendis. 

Flugfyrirtækin Qatar og United Arab Emirates ásamt Tyrklandi, hafa veitt talíbönum aðstoð við endurreisn flugvallarins. 

mbl.is