Endurtalning hafin í Suðurkjördæmi

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Endurtalning hafin í Suðurkjördæmi

Endurtalning er hafin í Suðurkjördæmi en eftir fund yfirkjörstjórnar í dag var tekin ákvörðun um að telja atkvæði upp á nýtt til að eyða öllum vafa um niðurstöður alþingiskosninga í kjördæminu. 

Endurtalning hafin í Suðurkjördæmi

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Talningin fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Talningin fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Ljósmynd/ Guðmundur Karl Sigurdórsson

Endurtalning er hafin í Suðurkjördæmi en eftir fund yfirkjörstjórnar í dag var tekin ákvörðun um að telja atkvæði upp á nýtt til að eyða öllum vafa um niðurstöður alþingiskosninga í kjördæminu. 

Endurtalning er hafin í Suðurkjördæmi en eftir fund yfirkjörstjórnar í dag var tekin ákvörðun um að telja atkvæði upp á nýtt til að eyða öllum vafa um niðurstöður alþingiskosninga í kjördæminu. 

Fimm stjórn­mála­flokk­ar höfðu óskað eft­ir end­urtaln­ingu og eru fulltrúar þeirra nú viðstaddir talninguna sem fer fram fyrir opnum tjöldum, í samræmi við lög.

Talningin fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Líkt og greint hefur verið frá varð endurtalning í Norðvesturkjördæmi til þess að töluverðar sviptingar urðu á jöfnunarsætum. 

Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslu frá yfirkjörstjórn þar og bíður einnig eftir niðurstöðum úr endurtalningunni sem nú fer fram í Suðurkjördæmi.

Þegar þau gögn liggja fyrir mun landskjörstjórn vonandi geta úthlutað þingsætum til kjörinna fulltrúa í samræmi við endanlega niðurstöðu kosninga.

Eftir fund yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í dag var tekin ákvörðun …
Eftir fund yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í dag var tekin ákvörðun um að telja atkvæði upp á nýtt til að eyða öllum vafa um niðurstöður alþingiskosninga í kjördæminu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is