Fundur landskjörstjórnar hafinn

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Fundur landskjörstjórnar hafinn

Fundur landskjörstjórnar stendur nú yfir í húsakynnum nefndasviðs Alþingis við Austurvöll. Á fundinum verður meðal annars rædd sú óvissa sem ríkir um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.

Fundur landskjörstjórnar hafinn

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Fundur landskjörstjórnar stendur nú yfir í húsakynnum nefndasviðs Alþingis við Austurvöll. Á fundinum verður meðal annars rædd sú óvissa sem ríkir um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.

Fundur landskjörstjórnar stendur nú yfir í húsakynnum nefndasviðs Alþingis við Austurvöll. Á fundinum verður meðal annars rædd sú óvissa sem ríkir um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.

Landskjörstjórn er falið að úthluta þingsætum til þingmanna og því verður, eins og gefur að skilja, að vera nokkuð skýrt hvaða þingmenn hafa verið kjörnir til setu á Alþingi og hverjir ekki. 

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, fyrir miðju.
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, fyrir miðju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnir í enn meiri sviptingar

Eins og alkunnugt er fór fram endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi í gær og skolaðist uppröðun jöfnunarþingsæta allhressilega til. Fyrir endurtalninguna sátu 33 konur á þingi en að henni lokinni hafði þeim fækkað um þrjár, svo dæmi sé tekið. 

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, sagði við mbl.is í morgun að á fundinum yrði líklega lögð fram beiðni til yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi um að hún leggi fram skýrslu um starfshætti sína við atkvæðatalningu. 

mbl.is