32 kórónuveirusmit greindust innanlands

Kórónuveiran COVID-19 | 28. september 2021

32 kórónuveirusmit greindust innanlands

32 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær, þar af 18 utan sóttkvíar. Áberandi mörg sýni voru tekin í gær, samanborið við síðustu daga. Sýnafjöldinn í gær var sá hæsti síðan 6. september síðastliðinn. Níu liggja á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.

32 kórónuveirusmit greindust innanlands

Kórónuveiran COVID-19 | 28. september 2021

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Ljósmynd/Landspítali

32 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær, þar af 18 utan sóttkvíar. Áberandi mörg sýni voru tekin í gær, samanborið við síðustu daga. Sýnafjöldinn í gær var sá hæsti síðan 6. september síðastliðinn. Níu liggja á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.

32 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær, þar af 18 utan sóttkvíar. Áberandi mörg sýni voru tekin í gær, samanborið við síðustu daga. Sýnafjöldinn í gær var sá hæsti síðan 6. september síðastliðinn. Níu liggja á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.

Fimm smit greindust við landamærin í gær. Fjögur þeirra eru virk en í einu tilviki er mótefnamælingar beðið.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 115,1. Nýgengið á landamærunum er nú 6,5.

855 eru í sóttkví, 355 í einangrun og 507 í skimunarsóttkví.

Mörg sýni tekin en lágt hlutfall jákvætt

Hátt í 4.000 sýni voru tekin í gær, er það mesti sýnafjöldi sem tekinn hefur verið síðan 6. september. 1.125 sýni voru tekin í einkennasýnatöku. 2,58% þeirra voru jákvæð. 1.958 sýni voru tekin í landamæraskimun og voru einungis 0,2% þeirra jákvæð. Þá voru 618 sýni tekin í sóttkvíar- og handahófsskimunum og voru um 0,5% þeirra jákvæð.

Ekki hefur verið gefið út hversu margir þeirra sem greindust í gær hafi verið bólusettir. Á sunnudag greindust 11 fullbólusettir og 13 óbólusettir. Staðan var svipuð á laugardag þegar 10 fullbólusettir greindust og 10 óbólusettir. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is