Doha-samningur lagði grunn að valdatöku talíbana

Talíbanar í Afganistan | 30. september 2021

Doha-samningur lagði grunn að valdatöku talíbana

Háttsettir embættismenn í bandaríska hernum segja að valdatöku talíbana í Afganistan megi rekja til samnings á milli þeirra og ríkisstjórnar Donalds Trump.

Doha-samningur lagði grunn að valdatöku talíbana

Talíbanar í Afganistan | 30. september 2021

Frank McKenzie svarar spurningum vegna valdatöku talíbana í Afganistan.
Frank McKenzie svarar spurningum vegna valdatöku talíbana í Afganistan. AFP

Háttsettir embættismenn í bandaríska hernum segja að valdatöku talíbana í Afganistan megi rekja til samnings á milli þeirra og ríkisstjórnar Donalds Trump.

Háttsettir embættismenn í bandaríska hernum segja að valdatöku talíbana í Afganistan megi rekja til samnings á milli þeirra og ríkisstjórnar Donalds Trump.

Hið svokallaða Doha-samkomulag var undirritað í febrúar á síðasta ári og sett var fram dagsetning um brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan.

Hershöfðinginn Frank McKenzie sagði að samningurinn hefði haft „skaðleg áhrif” á afgönsku ríkisstjórnina og her landsins.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var sammála og sagði samkomulagið hafa hjálpað talíbönum við að „styrkjast”, að sögn BBC.

Auk þess að ákveða dagsetningu um brotthvarf hersins hafði Doha-samkomulagið í för með sér skyldur sem voru lagðar á herðar talíbana um að koma í veg fyrir að hópar á borð við Al-Kaída ógnuðu öryggi Bandaríkjamanna og samherja þeirra.

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Joe Biden Bandaríkjaforseti, áfram með áætlunina um brotthvarf hersins en seinkaði því til 31. ágúst í staðinn fyrir í maí.

McKenzie og Austin greindu frá þessu er þeir sátu fyrir svörum á fundi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

mbl.is