Knattspyrnuáhugamenn eru ekki heimskir

Dagmál | 1. október 2021

Knattspyrnuáhugamenn eru ekki heimskir

„Það hefði verið mjög auðvelt á þeim tíma að reka mig,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Knattspyrnuáhugamenn eru ekki heimskir

Dagmál | 1. október 2021

„Það hefði verið mjög auðvelt á þeim tíma að reka mig,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það hefði verið mjög auðvelt á þeim tíma að reka mig,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Gengi Víkinga á síðustu leiktíð var ekki gott en liðið hafnaði í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 17 stig eftir háværar yfirlýsingar í upphafi tímabilsins.

Þrátt fyrir dapurt gengi ákvað félagið að halda tryggð við Arnar sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Víkinga í mars 2021.

„Það var búið að leggja mikið í klúbbinn og ég fékk þá leikmenn til félagsins sem ég vildi fá sem var mjög jákvætt,“ sagði Arnar.

„Ég segi oft að knattspyrnuáhugamenn séu ekki heimskir. Þeir mæta á leiki og eru mjög meðvitaðir um það hvernig leikurinn er að þróast,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is