Vissir þú að tannkrem gerir meira en að þrífa tennur?

Húsráð | 2. október 2021

Vissir þú að tannkrem gerir meira en að þrífa tennur?

Ætli tannkrem sé ein af betri uppfinningum síðari ára? Tannkrem er klárlega eitt af því besta sem við vitum um, eftir að hafa kynnst þessari aðferð.

Vissir þú að tannkrem gerir meira en að þrífa tennur?

Húsráð | 2. október 2021

Tannkrem er töfraefni sem nota má víðar en bara á …
Tannkrem er töfraefni sem nota má víðar en bara á tennurnar. mbl.is/Getty Images

Ætli tannkrem sé ein af betri uppfinningum síðari ára? Tannkrem er klárlega eitt af því besta sem við vitum um, eftir að hafa kynnst þessari aðferð.

Ætli tannkrem sé ein af betri uppfinningum síðari ára? Tannkrem er klárlega eitt af því besta sem við vitum um, eftir að hafa kynnst þessari aðferð.

Töfratúpan með tannhreinsikreminu sem við notum kvölds og morgna kemur víða að notum – þá líka við eldhússtörfin. Við rákumst á þetta frábæra húsráð þar sem tannkremi er sprautað ofan í ísmolabox og sett í frysti. Hér var notast við tannkrem úr bláu geli, en ekki hvítt.

Þegar þú hefur notað skurðarbretti við að meðhöndla t.d. fisk eða annan sterkan mat sem skilur eftir sig mikla lykt – þá dregur þú fram tannkremskubbana. Þú tekur einn kubb og makar honum á brettið eins og þú sért að pússa það. Skolar síðan brettið og lætur þorna. Þannig mun öll lykt hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Mbl.is/TikTok_ramin2025
Mbl.is/TikTok_ramin2025
Mbl.is/TikTok_ramin2025
mbl.is