Annar skjálfti yfir þremur að stærð við Keili

Eldgos í Geldingadölum | 4. október 2021

Annar skjálfti yfir þremur að stærð við Keili

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist klukkan rétt rúmlega korter yfir sjö í morgun. Skjálftinn varð 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Um er að ræða annan skjálftann sem mælist yfir þrír að stærð frá miðnætti á svæðinu. 

Annar skjálfti yfir þremur að stærð við Keili

Eldgos í Geldingadölum | 4. október 2021

Veruleg skjálftavirkni hefur verið í kringum Keili á Reykjanesi undanfarna …
Veruleg skjálftavirkni hefur verið í kringum Keili á Reykjanesi undanfarna daga. Ljósmynd/Rebekka Guðleifsdóttir

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist klukkan rétt rúmlega korter yfir sjö í morgun. Skjálftinn varð 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Um er að ræða annan skjálftann sem mælist yfir þrír að stærð frá miðnætti á svæðinu. 

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist klukkan rétt rúmlega korter yfir sjö í morgun. Skjálftinn varð 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Um er að ræða annan skjálftann sem mælist yfir þrír að stærð frá miðnætti á svæðinu. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun mun Veðurstofa Íslands funda með fulltrúum almannavarna í dag og hefst fundurinn klukkan 14. Þó er ekki um að ræða fund vísindaráðs almannavarna heldur „hefðbundinn samráðsfund“, segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Þá segir Lovísa að „ekki megi búast við neinum nýjum upplýsingum í raun“. 

Vænta má næstu gervitunglamynda eftir tvo daga en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er engin sjáanleg kvikusöfnun eða ris. „Skjálftarnir eru á það miklu dýpi að ekkert sést eins og er.“

Þrátt fyrir að ekkert ris sé sjáanlegt segir Lovísa umtalið innanhúss á Veðurstofunni vera á þeim nótunum að „líklega sé um að ræða kvikusöfnun“. Þó liggi engin staðfesting fyrir að svo stöddu. 

mbl.is