Skjálftarnir „grunsamlegir“

Eldgos í Geldingadölum | 5. október 2021

Skjálftarnir „grunsamlegir“

Helga Kristín Torfadóttir jarð- og eldfjallafræðingur ræddi um hræringar og líklega kvikusöfnun undir yfirborðinu í grennd við Keili, þar sem hefur verið töluvert um skjálfta upp á síðkastið, í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

Skjálftarnir „grunsamlegir“

Eldgos í Geldingadölum | 5. október 2021

Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur.
Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur. Ljósmynd/Helga Kristín Torfadóttir

Helga Kristín Torfadóttir jarð- og eldfjallafræðingur ræddi um hræringar og líklega kvikusöfnun undir yfirborðinu í grennd við Keili, þar sem hefur verið töluvert um skjálfta upp á síðkastið, í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

Helga Kristín Torfadóttir jarð- og eldfjallafræðingur ræddi um hræringar og líklega kvikusöfnun undir yfirborðinu í grennd við Keili, þar sem hefur verið töluvert um skjálfta upp á síðkastið, í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

Sagði hún aðspurð að þrátt fyrir að ekkert benti endilega til þess núna væri alveg möguleiki á því að kvika myndi brjóta sér leið upp á yfirborðið á þessu svæði. Þá sagði hún að auki Öskju hafa verið að undirbúa sig undir gos lengi og ræddi um hræringarnar á því svæði en land hefur risið um 10 cm þar síðan í ágúst. 

„Skjálftarnir [við Keili] eru á sama stað og þessi berggangur/kvikugangur er sem kom þessu gosi [í Fagradalsfjalli] af stað. Þannig að þetta er klárlega tengt því,“ sagði Helga og lýsti því hvernig kvikugangurinn ferðast eftir sprungum á flekaskilunum. 

„Það er greinilega eitthvað að ske ennþá á þessum stað og skjálftarnir eru búnir að vera á 5-6 kílómetra dýpi sem er mjög grunsamlegt,“ sagði Helga „Þetta er kvika að hreyfa sig, ég myndi ekki halda að þetta væri bara hefðbundin skjálftavirkni. 

En þó að kvika sé að hreyfa sig í skorpunni þýðir það ekkert endilega að hún rati upp á yfirborðið. Við viljum að kvika hreyfi sig til og byggi upp jarðskorpuna innan frá, þannig verður hún til,“ bætti Helga við í samtali við blaðamann.

Hún sagði mikilvægt að fylgjast vel með skjálftunum við Keili og sagði að þótt ekkert benti til þess að kvikan væri að ýta sér upp að neðan núna væri möguleiki að hún lægi enn of djúpt, sem ylli því að það sæist einfaldlega ekki enn.

Hlustaðu á Helgu Kristínu útskýra líklegar ástæður skjálftanna og deila sínum vangaveltum um hræringar við Keili og Öskju í spilaranum hér að neðan en hægt er að fylgjast með Helgu á instagram þar sem hún ræðir reglulega um ýmislegt tengt jarðfræði og eldfjallafræði á mannamáli.

 

mbl.is