Svona veistu hvort hunangið er ekta

Húsráð | 5. október 2021

Svona veistu hvort hunangið er ekta

Hunang býr yfir miklum heilsufarslegum ávinningi og er meðal þeirra matvæla sem glóa í orðsins fyllstu merkingu. En það er eitt mjög mikilvægt að vita varðandi hunang, því það getur verið misgott eftir framleiðanda.

Svona veistu hvort hunangið er ekta

Húsráð | 5. október 2021

Frosið hunang er hreinasta sælgæti.
Frosið hunang er hreinasta sælgæti. mbl.is/foodmatters.com

Hunang býr yfir miklum heilsufarslegum ávinningi og er meðal þeirra matvæla sem glóa í orðsins fyllstu merkingu. En það er eitt mjög mikilvægt að vita varðandi hunang, því það getur verið misgott eftir framleiðanda.

Hunang býr yfir miklum heilsufarslegum ávinningi og er meðal þeirra matvæla sem glóa í orðsins fyllstu merkingu. En það er eitt mjög mikilvægt að vita varðandi hunang, því það getur verið misgott eftir framleiðanda.

Matarspekúlantar þarna úti vilja meina að hunang sé eitt af þeim hráefnum sem er hvað mest svindlað á gæðum, strax á eftir mjólk og ólífuolíu. Eftirlitsstofnanir hafa í mörg ár reynt að ná utan um þetta hjá framleiðendum, því talið er að 25-70% af öllu hunangi sem fólk kaupir úti í búð séu ekki ekta vara.

Hunangsframleiðandinn Mercia Honey segir að besta leiðin til að koma auga á falsað hunang sé að nota flatan disk og vatn. Þú setur smá slettu af hunangi á diskinn og nokkra dropa af vatni ofan á. Síðan hristirðu diskinn aðeins til þannig að vatnið fletjist til hliðanna. Ef hexagonmunstur (eða álíka) eins og í býflugnabúum byrjar að myndast, þá er hunangið ekta. Ef hunangið leysist bara upp eða ekkert „form“ er sjáanlegt, þá er ekki um ekta vöru að ræða.

Mercia Honey heldur því fram að hunang beri svokallað „erfðaminni“ sem hjálpar hunanginu að halda lögun sinni eins og í býflugnabúum. Vísindamaðurinn Peter Brooks hjá University of the Sunshine Coast er efnafræðingur með mikla þekkingu á efnasamsetningu hunangs – hann telur að helmingur hunangs myndi standast þessar prófanir og hinn helmingurinn ekki – næstum af handahófi.

Ef hunangið byrar að mynda einskonar munstur undan vatninu, þá …
Ef hunangið byrar að mynda einskonar munstur undan vatninu, þá er það ekta. Mbl.is/@merciahoney
mbl.is