Hækkunin „bíti“ vonandi í verðbólguna

Vextir á Íslandi | 6. október 2021

Hækkunin „bíti“ vonandi í verðbólguna

Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands upp á 0,25 prósentustig, sem kynnt var í morgun, var fyrirsjáanleg aðgerð. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við mbl.is. 

Hækkunin „bíti“ vonandi í verðbólguna

Vextir á Íslandi | 6. október 2021

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands upp á 0,25 prósentustig, sem kynnt var í morgun, var fyrirsjáanleg aðgerð. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við mbl.is. 

Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands upp á 0,25 prósentustig, sem kynnt var í morgun, var fyrirsjáanleg aðgerð. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við mbl.is. 

Hann segir einnig að það sé greinilega verið að stíga varlega til jarðar í Seðlabankanum og verið sé að líta fram hjá húsnæðislið þeirrar „miklu verðbólgu“ sem nú er. 

„Það var svona mýkri tónn í þeim í morgun,“ sagði Halldór um fund peningastefnunefndar í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt. 

„Við sjáum líka þótt að kjölfesta verðbólguvæntinga sé til skamms tíma eru langtímaverðbólguvæntingar á markmiði. Þannig að ég held að það útskýri þennan milda tón, sem skynja mátti hjá Seðlabankanum í morgun,“ bætir hann við. 

Vaxtahækkanir hafi meiri áhrif en áður

Þannig segir Halldór Benjamín að stýrivaxtahækkanir séu vissulega aldrei mikið fagnaðarefni, en á sama tíma séu þær nauðsynlegar til þess að stemma stigu við verðbólgu sem sannarlega getur kynt undir óvissuástandi. 

„Við erum að beita vaxtatækjunum, sem er farið að virka betur núna en það gerði fyrir nokkrum árum, það er að segja það eru fleiri á breytilegum vöxtum. Þannig maður bindur vonir við að það þurfi minni vaxtahækkanir en í fortíðinni til þess að þær bíti. En jú, það er rétt, vaxtahækkanir koma við kaunin á atvinnulífinu en það gerir verðbólgan einnig og best er ef okkur tekst að draga úr þessum sveiflum sem mest.“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði við mbl.is í morgun að hún teldi upptrekktum húsnæðismarkaði vera um að kenna. Stýrivaxtahækkun kæmi illa við lántakendur og það þyrfti að tempra húsnæðismarkaðinn svo hann skapaði ekki meiri verðbólgu, sem síðan leiðir til vaxtahækkana. 

„Þetta seg­ir okk­ur, enn og aft­ur, að hús­næðismál­in eru eitt stærsta lífs­kjara­mál eins og staðan er í dag.“

mbl.is