Íkorni fyllti bíl af hnetum

Krúttleg dýr | 6. október 2021

Íkorni fyllti bíl með 160 kílóum af hnetum

Íkorni nokkur í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli á svæðinu eftir að upp komst að hann hafði komið fyrir hátt í 160 kílóum af valhnetum í gömlum pallbíl fyrir veturinn.

Íkorni fyllti bíl með 160 kílóum af hnetum

Krúttleg dýr | 6. október 2021

Íkorni nokkur í North Dakota hefur vakið töluverða athygli á …
Íkorni nokkur í North Dakota hefur vakið töluverða athygli á svæðinu eftir að upp komst að hann hafði komið hátt í 160 kílóum af valhnetum í gömlum pallbíl.

Íkorni nokkur í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli á svæðinu eftir að upp komst að hann hafði komið fyrir hátt í 160 kílóum af valhnetum í gömlum pallbíl fyrir veturinn.

Íkorni nokkur í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli á svæðinu eftir að upp komst að hann hafði komið fyrir hátt í 160 kílóum af valhnetum í gömlum pallbíl fyrir veturinn.

Eigandi bílsins, Bill Fisher, sagði að hann hefði nokkrum sinnum tekið eftir íkornanum ofan á pallpílnum, sem er Chevy Avalanche, sem var lagt fyrir utan heimili Fisher. Hann ákvað því að rannsaka málið og komst þá að því að íkorninn notaði bílinn sem geymslustað. 

Í samtali við WDAY-TV segist Fisher hafa talið að íkorninn ætlaði að dvelja í bílnum yfir veturinn.

Fisher neyddist þó til að gera vinnu íkornans að engu og tæma bílinn af hnetum en hann sagðist hafa fundið hnetur á ýmsum felustöðum í bílnum, meðal annars í viftu bílsins og undir rúðuþurrkunni.

UPI.

mbl.is