Bretar bjóða afgönskum knattspyrnustúlkum hæli

Talíbanar í Afganistan | 10. október 2021

Bretar bjóða afgönskum knattspyrnustúlkum hæli

Bretar ætla að veita afgönskum stúlkum, sem eiga framtíðina fyrir sér í knattspyrnu, hæli ásamt fjölskyldum þeirra.

Bretar bjóða afgönskum knattspyrnustúlkum hæli

Talíbanar í Afganistan | 10. október 2021

Bretar ætla að veita afgönskum stúlkum, sem eiga framtíðina fyrir sér í knattspyrnu, hæli ásamt fjölskyldum þeirra.

Bretar ætla að veita afgönskum stúlkum, sem eiga framtíðina fyrir sér í knattspyrnu, hæli ásamt fjölskyldum þeirra.

Knattspyrnuliðið samanstendur af 35 stúlkum á aldrinum 13 til 19 ára en þær flúðu Afganistan eftir að talíbanar tóku völd í landinu. Þær hafa dvalið á hóteli í Pakistan í rúman mánuð en dvalarleyfi þeirra renna út á morgun.

Annað tækifæri

„Við erum að vinna að því að ganga frá vegabréfsáritunum fyrir liðið og vonumst eftir að taka á móti þeim í Bretlandi bráðlega,“ er haft eftir talsmanni bresku ríkisstjórnarinnar á vef BBC.

Stúlkurnar stóðu frammi fyrir að þurfa að fara aftur til Afganistan ef ekkert annað ríki hefði boðist til þess að taka á móti þeim.

„Ég er svo glaður að stúlkurnar skuli fá annað tækifæri í lífinu,“ segir Jonathan Kendrick sem greiddi farið fyrir stúlkurnar frá Afganistan til Pakistan. „Þetta er alveg nýr heimur fyrir þær og ég er viss um að með stuðningi knattspyrnusamfélagsins muni þær ná að aðlagast og njóta lífsins.“

Búist er við að stúlkurnar muni koma til Bretlands á næstu vikum og hafa nokkur knattspyrnulið svo sem Leeds United og Chelsea boðist til þess að aðstoða þær.

Afganska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið hæli í Portúgal.
Afganska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið hæli í Portúgal. AFP
mbl.is