Engar breytingar á landamærunum í kortunum

Bólusetningar við Covid-19 | 11. október 2021

Engar breytingar á landamærunum í kortunum

Afléttingar eða breytingar á takmörkunum við landamærin eru ekki til skoðunar að svo stöddu. Erfitt er að notast við samanburð við nágrannaríki í þessum efnum þar sem erfitt er að bera saman takmarkanir og áhrifin á smit vegna þeirra, milli landa. Þetta segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í samtali við mbl.is.

Engar breytingar á landamærunum í kortunum

Bólusetningar við Covid-19 | 11. október 2021

Engar breytingar á landamærunum eru fyrirhugaðar að svo stöddu.
Engar breytingar á landamærunum eru fyrirhugaðar að svo stöddu. Kristinn Magnússon

Afléttingar eða breytingar á takmörkunum við landamærin eru ekki til skoðunar að svo stöddu. Erfitt er að notast við samanburð við nágrannaríki í þessum efnum þar sem erfitt er að bera saman takmarkanir og áhrifin á smit vegna þeirra, milli landa. Þetta segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í samtali við mbl.is.

Afléttingar eða breytingar á takmörkunum við landamærin eru ekki til skoðunar að svo stöddu. Erfitt er að notast við samanburð við nágrannaríki í þessum efnum þar sem erfitt er að bera saman takmarkanir og áhrifin á smit vegna þeirra, milli landa. Þetta segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í samtali við mbl.is.

Þrátt fyrir að nágrannaríki okkar séu í auknum mæli farin að aflétta takmörkunum við landamæri sín þá stendur ekki til að fylgja fordæmi þeirra segir Guðrún. Það sé einfaldlega vegna þess að skortur sé á gögnum um nytsemi þess að aflétta.

Hún segir þá; „Auðvitað horfum við á það hvernig önnur lönd eru að gera þetta en það er erfitt að bera saman aðgerðir og niðurstöður vegna þeirra. Hins vegar erum við með ágætis gögn og reynslu af okkar aðgerðum, hvenær við sáum smit koma inn í landið og þessháttar.“

Guðrún Aspelund, sérfræðingur á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis.
Guðrún Aspelund, sérfræðingur á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Ljósmynd/Landlæknir

Erfitt samspil milli innanlands- og landamæratakmarkana

Guðrún tekur í sama streng og sóttvarnalæknir gerði nú í sumar þess efnis að erfitt sé að viðhalda litlum sem engum takmörkunum innanlands og á sama tíma að hafa engar takmarkanir á landamærunum.

„Á meðan að það er hætta á því að smit komi þessa leið inn í landið þá viljum við helst ekki aflétta takmörkunum á landamærunum. En vonandi mun það gerast að bólusetningarþátttaka muni aukast í öðrum löndum, sér í lagi í Evrópu. Það mun hjálpa mikið. Ef að það gerist og áhættan minnkar þá er komin upp önnur staða.“

Engar tilkynningar borist vegna aukaverkana

Þá segist Guðrún ekki vita til þess að borist hafi tilkynningar vegna mögulegra aukaverkana vegna Moderna bóluefnisins í kjölfar ákvörðunarinnar að hætta notkun efnisins í bili. Slíkar tilkynningar berist vitaskuld til Lyfjastofnunar en „embætti sóttvarnalæknis er í stöðugum samskiptum við lyfjastofnun og þetta hefur ekki komið upp á borðið enn“.

Hún minnir þá einnig á að aukaverkanirnar komi almennt í ljóst á fyrstu dögum í kjölfar bólusetningar.

Ákvörðunin var tekin nú á föstudaginn var að hætta skyldi notkun Moderna bóluefnisins í kjölfar þess að gögn bárust frá Norðurlöndunum um að líkur á hjartabólgum aukist lítillega við notkun Moderna samanborið við Pfizer.

Umrædd gögn hafa þó ekki verið gerð opinber að svo stöddu en lyfjastofnun Evrópu er með rannsóknina til skoðunar.

Guðrún ítrekar þó að „Moderna bóluefnið sé mjög gott bóluefni og að það veiti mjög góða vernd fyrir alvarlegum veikindum.“ Sem og að gögn frá Bandaríkjunum bendi til þess að líkurnar á hjartabólgum aukist margfalt meira við það að fá sjúkdóminn samanborið við bólusetningu.

Hún segir enga ákvörðun tekna um það hvað skuli gera við Moderna bóluefnið sem til er á landinu. „Við eigum náttúrulega nóg af Pfizer bóluefninu og þess vegna getum við tekið þessa ákvörðun. En nei það er ekki búið að ákveða hvað skuli gera við Moderna bóluefnið. Hvort því verður fargað eða gefið eitthvað annað til að mynda.“

mbl.is