Harðorð þingmannaskýrsla um viðbrögð stjórnvalda

Kórónuveiran COVID-19 | 12. október 2021

Harðorð þingmannaskýrsla um viðbrögð stjórnvalda

Í breskri þingskýrslu sem birt var í morgun segir að svifasein viðbrögð stjórnvalda Bretlands við heimsfaraldri Covid-19 á síðasta ári hafi kostað fjölda mannslífa. 

Harðorð þingmannaskýrsla um viðbrögð stjórnvalda

Kórónuveiran COVID-19 | 12. október 2021

Viðbrögð stjórnar Boris Johnsons eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni.
Viðbrögð stjórnar Boris Johnsons eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni. AFP

Í breskri þingskýrslu sem birt var í morgun segir að svifasein viðbrögð stjórnvalda Bretlands við heimsfaraldri Covid-19 á síðasta ári hafi kostað fjölda mannslífa. 

Í breskri þingskýrslu sem birt var í morgun segir að svifasein viðbrögð stjórnvalda Bretlands við heimsfaraldri Covid-19 á síðasta ári hafi kostað fjölda mannslífa. 

Að mati skýrsluhöfunda, þverpólitísks hóps þingmanna, var of mikil áhersla lögð á inflúensu í  opinberri stefnumótun um heimsfaraldur og ekki dreginn lærdómur af fyrri faröldrum á borð við SARS, MERS og ebólu.

Gagnrýnin sem fram kemur í skýrslunni á vinnubrögð stjórnvalda er harðorð og er talað um umfangsmesta misbrest í heilbrigðismálum í sögu Bretlands. 

Biðu of lengi 

151 blaðsíðu skýrslan, sem gefin var út af tveimur þingnefndum þingsins eftir margra mánaða skýrslutökur, er undanfari stórrar óháðrar rannsóknar á viðbrögðum og aðgerðum stjórnvalda við heimsfaraldrinum. 

Bretland varð harkalega fyrir krísunni sem faraldrinum fylgdi, með næstum 138.000 dauðsföll af völdum Covid-19 sem eru með hærri dánartölum í Evrópu. Í skýrslunni er því velt upp hvers vegna Bretland fór svona miklu verr út úr faraldrinum en mörg önnur lönd með svipaða innviði. 

Þingmannanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin hafi beðið of lengi með að knýja á um lokunaraðgerðir snemma árs 2020.

Tekin hafi verið sú stefna að beita stigvaxandi inngripum þar sem fyrst var hvatt til fjarlægðartakmarkana og persónubundinna sóttvarna þar sem fólk héldi sig að mestu heima, síðar var gripið til sóttkvíar- og einangrunar og síðast útgöngubanns. 

Sú nálgun hefði reynst „röng“ og leitt til fleiri dauðsfalla, sögðu skýrsluhöfundar, og bættu því við að misbrestur hefði einnig orðið á að skima aldraða sem útskrifuðust af sjúkrahúsum á hjúkrunarheimili snemma sem leiddi einnig til dauða.

mbl.is