Opna landamæri fyrir ferðamönnum í nóvember

Kórónuveiran COVID-19 | 13. október 2021

Opna landamæri fyrir ferðamönnum í nóvember

Yfirvöld í Bandaríkjunum stefna á að opna landamæri sín við Mexíkó og Kanada fyrir fullbólusettum ferðamönnum fyrripart nóvembers. Samkvæmt upplýsingum úr Hvítahúsinu mun nákvæmari dagsetning berast síðar. 

Opna landamæri fyrir ferðamönnum í nóvember

Kórónuveiran COVID-19 | 13. október 2021

Tómt var um að litast á JFK flugvelli í miðjum …
Tómt var um að litast á JFK flugvelli í miðjum heimsfaraldri enda flugferðir nokkuð takmarkaðar. AFP

Yfirvöld í Bandaríkjunum stefna á að opna landamæri sín við Mexíkó og Kanada fyrir fullbólusettum ferðamönnum fyrripart nóvembers. Samkvæmt upplýsingum úr Hvítahúsinu mun nákvæmari dagsetning berast síðar. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum stefna á að opna landamæri sín við Mexíkó og Kanada fyrir fullbólusettum ferðamönnum fyrripart nóvembers. Samkvæmt upplýsingum úr Hvítahúsinu mun nákvæmari dagsetning berast síðar. 

Í síðasta mánuði tilkynntu bandarísk yfirvöld fyrirætlanir um að aflétta ferðatakmörkunum í  nóvember á bólusetta ferðamenn, að því gefnu að þeir myndu gangast undir skimun og smitrakningu.

Í tilraun til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar voru landamærum Bandaríkjanna lokað fyrir umferð ferðamanna frá Evrópusambandinu, Bretlandi og Kína í mars á síðasta ári. Seinna bættust við fleiri lönd á þennan lista á borð við Indland og Brasilíu.

Opna í tveimur fösum

Talsmaður Hvítahússins sagði að opnun landamæranna myndi eiga sér stað í tveimur fösum. Til að byrja með verður einungis fullbólusettum leyft að ferðast til landsins í ónauðsynlegum erindgjörðum, á borð við heimsókna til fjölskyldu eða til almennra ferðalaga. Óbólusettum einstaklingum verður einungis hleypt inn í landið vegna nauðsynlegra erinda, líkt og hefur tíðkast undanfarna mánuði.

Annar fasi hefst svo snemma á næsta ári, eða í fyrrihluta janúar, en þá verður eingöngu fullbólusettum ferðamönnum hleypt inn í landið, sama hvert erindi þeirra er.

„Þessi fasaskipting veitir ferðamönnum sem koma til landsins í nauðsynlegum erindum, á borð við vöruflutningamenn, nægan tíma til þess að bólusetja sig, og auðvelda umskiptinguna í nýja kerfið,“ er haft eftir talsmanni Hvítahússins.

Bólusetning með AstraZeneca væntanlega tekin gild

Núverandi aðgerðir við landamærin eiga að renna sitt skeið 21. október. Í ljósi þess að opnanirnar eru ekki á stefnuskrá fyrr en í nóvember þarf að öllum líkindum að framlengja þær takmarkanir sem eru nú til staðar.

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út að horft yrði til bandarísku lyfja- og matvælastofnunar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar í samþykktum á bóluefnum. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca, sem ekki er gefið í Bandaríkjunum, er því gjaldgeng.

mbl.is