Undirbjuggu hryðjuverkaárás á Spáni

Ríki íslams | 14. október 2021

Undirbjuggu hryðjuverkaárás á Spáni

Spænska lögreglan, með aðstoð hryðjuverkadeildar Europol, hefur handtekið fimm grunaða liðsmenn í sellu Ríkis íslams í borgunum Barcelona og Madríd.

Undirbjuggu hryðjuverkaárás á Spáni

Ríki íslams | 14. október 2021

Lögreglan að störfum í Barcelona.
Lögreglan að störfum í Barcelona. AFP

Spænska lögreglan, með aðstoð hryðjuverkadeildar Europol, hefur handtekið fimm grunaða liðsmenn í sellu Ríkis íslams í borgunum Barcelona og Madríd.

Spænska lögreglan, með aðstoð hryðjuverkadeildar Europol, hefur handtekið fimm grunaða liðsmenn í sellu Ríkis íslams í borgunum Barcelona og Madríd.

Talið er að þeir grunuðu, sem eru allir alsírskir ríkisborgarar, hafi verið að undirbúa hryðjuverkaárás, að því er kemur fram í tilkynningu. 

Lögreglan handtók mennina eftir að fregnir bárust af því að þeir væru að reyna að kaupa hríðskotariffla af tegundinni Kalashnikov.

Þó nokkuð af skotfærum fundust á heimilum þeirra ásamt nokkrum stórum sveðjum.

Rannsókn lögreglunnar kallast ARBAC og hófst hún í desember í fyrra þegar spænska lögreglan komst að því að liðsmaður Ríkis íslams væri kominn til landsins.

Hann og tveir aðrir vitorðsmenn voru handteknir í Barcelona í janúar á þessu ári vegna gruns um undirbúning hryðjuverkaárásar. Hægt var að tengja þremenningana við náunga frá Alsír, þekktur sem „Sjeik“ sem talið var að hefði stjórnað hryðjuverkasellunni.

mbl.is