Rangar niðurstöður úr sýnatöku vegna mistaka

Kórónuveiran Covid-19 | 15. október 2021

Rangar niðurstöður úr sýnatöku vegna mistaka

Hugsanlegt er að um 43 þúsund Englendingar hafi fengið rangar upplýsingar um að sýni þeirra vegna Covid-19 hafi greinst neikvæð.

Rangar niðurstöður úr sýnatöku vegna mistaka

Kórónuveiran Covid-19 | 15. október 2021

Heilbrigðisstarfsmaður á Englandi undirbýr bólusetningu.
Heilbrigðisstarfsmaður á Englandi undirbýr bólusetningu. AFP

Hugsanlegt er að um 43 þúsund Englendingar hafi fengið rangar upplýsingar um að sýni þeirra vegna Covid-19 hafi greinst neikvæð.

Hugsanlegt er að um 43 þúsund Englendingar hafi fengið rangar upplýsingar um að sýni þeirra vegna Covid-19 hafi greinst neikvæð.

Ástæðan fyrir þessu eru mistök á rannsóknarstofu í borginni Wolverhampton. Stofunni hefur verið lokað á meðan á rannsókn stendur, að sögn BBC. 

Verið er að reyna að ná sambandi við fólkið og biðja það um að fara aftur í sýnatöku.

Óttast var að mistök hefðu átt sér stað eftir að fólk hafði greinst jákvætt í hraðprófi en neikvætt í PCR-prófi.

mbl.is