Skiptir máli hvort niðurstaðan hafi verið rétt

Alþingiskosningar 2021 | 15. október 2021

Skiptir máli hvort niðurstaðan hafi verið rétt

Verk yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar tilheyrir stjórnsýslunni og lýtur þannig almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta er mat Trausta Fannars Valssonar, forseta lagadeildar HÍ og sérfræðings í stjórnsýslurétti.

Skiptir máli hvort niðurstaðan hafi verið rétt

Alþingiskosningar 2021 | 15. október 2021

Trausti Fannar á fundi nefndarinnar í morgun.
Trausti Fannar á fundi nefndarinnar í morgun. Skjáskot/Alþingi

Verk yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar tilheyrir stjórnsýslunni og lýtur þannig almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta er mat Trausta Fannars Valssonar, forseta lagadeildar HÍ og sérfræðings í stjórnsýslurétti.

Verk yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar tilheyrir stjórnsýslunni og lýtur þannig almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta er mat Trausta Fannars Valssonar, forseta lagadeildar HÍ og sérfræðings í stjórnsýslurétti.

Hann kom fyrir fund undirbúningsnefnd kjörbréfa í morgun ásamt Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík.

Voru þau boðuð á fund­inn til að fjalla um lög­fræðileg álita­efni í tengsl­um við verk­efni nefnd­ar­inn­ar, það er und­ir­bún­ing rann­sókn­ar fyr­ir kjör­bréf.

Framkvæmd og lýsing ekki stjórnvaldsákvarðanir

Trausti rifjaði upp að árið 2012 hefði mál komið á borð Hæstaréttar vegna forsetakosninga, þar sem talið var að meðmælendalista hefði ekki verið skilað réttilega inn, en fjöldi fólks kannaðist ekki við undirskriftir sínar á listanum.

Hæstiréttur hefði byggt niðurstöðu sína á stjórnsýslulögum. Heimilt hefði verið að fella meðmælalistann úr gildi og taka nýja ákvörðun um að hann væri ekki gildur.

Hann benti á að stjórnsýslulögin giltu þó ekki nema um væri að ræða svokallaða stjórnvaldsákvörðun. Framkvæmd talningar og lýsing talningar teldust ekki að hans mati stjórnvaldsákvarðanir. En einstakar aðrar ákvarðanir gætu verið það.

Útgangspunkturinn

Bókun yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi um niðurstöðu talningar telst ekki stjórnvaldsákvörðun að hans mati.

Hann kvaðst þó telja mikilvægt að hafa í huga að það skipti ekki öllu máli hvort stjórnsýslulögin gildi í þessu máli, þar sem í kosningalögunum sé kveðið á um þessi atriði.

Ekki séu lögfestar reglur um hvenær ákvarðanir stjórnvalda séu haldnar nægilegum ágalla til að þær megi ógilda. Um þetta hefði þó skapast ákveðið dómafordæmi.

Útgangspunkturinn í því tilliti væri hvort galli á ákvörðun ylli því að röng niðurstaða hefði fengist í viðkomandi máli. Þannig skipti mestu að horfa til þess hvort ágallinn hefði leitt til rangrar niðurstöðu.

Skoða þurfi hvort endurtalning hafi verið rétt

Trausti sagðist þá ekki sjá neitt í lögum sem bannaði endurtalningu. Og ef talið væri að heimilt hafi verið að endurtelja, eins og hann sagðist telja, þá þurfi að horfa til þess hvort rétt hefði verið staðið að endurtalningunni.

Vandamálið sem þurfi að skoða sé að hans mati hvort það hafi verið gert með réttum hætti, og hvort annmarkar á því séu nægir til að horfa þurfi til annarra kosta.

Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Skýrt kveðið á um uppkosningu

Ragnhildur kvaðst telja að byggja ætti á endurtalningunni, frekar en fyrri talningu atkvæða. Ekki síst þar sem tími væri liðinn frá kosningadegi og málið þróast áfram, en hún sagðist í fyrstu hafa séð það sem möguleika að hverfa aftur til fyrri talningarinnar.

Hún benti á að í kosningalögum væri skýrt kveðið á um uppkosningu, teldist talning gölluð.

„Ekkert okkar er ofboðslega spennt fyrir því,“ bætti hún við pg tók fram að ólíkt sveitarstjórnarkosningum, þar sem dæmi væru til um að slíkt hefði verið gert, myndi uppkosning í þessu tilfelli hafa áhrif víðar um landið og að á sama tíma hefðu kjósendur annað í huga en það sem þeir höfðu á kjördegi.

Að sama skapi benti hún á að uppkosning væri þó sú leið sem gert væri ráð fyrir samkvæmt lögum.

mbl.is