Heitustu ryksugu-trixin

Húsráð | 17. október 2021

Heitustu ryksugu-trixin

Ryksugan er eitt af uppáhaldstækjunum okkar á heimilinu – og það ekki að ástæðulausu. En ryksugan getur svo miklu meira en við vitum og það með einföldum atriðum sem munu létta okkur lífið.

Heitustu ryksugu-trixin

Húsráð | 17. október 2021

Ryksugan er eitt af uppáhaldstækjunum okkar á heimilinu – og það ekki að ástæðulausu. En ryksugan getur svo miklu meira en við vitum og það með einföldum atriðum sem munu létta okkur lífið.

Ryksugan er eitt af uppáhaldstækjunum okkar á heimilinu – og það ekki að ástæðulausu. En ryksugan getur svo miklu meira en við vitum og það með einföldum atriðum sem munu létta okkur lífið.

Papparör

Það getur reynst erfitt að komast á suma þrönga staði þar sem „munnstykkið“ á ryksugunni er of breitt. Þá geturðu notað rúllu undan klósettpappír eða eldhúsrúllu sem þú setur utan um munnstykkið og klemmir svo hinn endann saman – þannig nærðu á ótrúlegustu staði með ryksugunni.

Fjarlægðu vonda lykt

Sumt getum við einfaldlega ekki þvegið eða sett í uppþvottavélina og þá kemur ryksugan að góðum notum. Ef teppið er t.d. farið að lykta illa, þá er gott ráð að sótthreinsa fyrst teppið og láta þorna. Því næst dreifa matarsóda yfir það og láta standa í 30 mínútur áður en þú ryksugar matarsódann upp aftur. Matarsódinn mun fjarlægja lyktina á undraverðan máta, en þetta trix er einnig stórsnjallt á rúmdýnur.

Týndir þú einhverju?

Misstir þú eyrnalokk eða annað smádót á gólfið og finnur það ekki? Þá skaltu setja sokkabuxur yfir munnstykkið á ryksugunni og byrja að ryksuga. Sokkabuxurnar munu grípa smáhlutinn og allir vinna.

Lagaðu ummerki á gólfinu

Þú kannast við að vera með teppi á gólfinu sem þung mubla stendur ofan á og þegar þú færir mubluna til situr fastur blettur eftir í teppinu sem hefur pressast saman með tímanum. Til að fríska upp á þetta skaltu setja ísmola á teppið og bíða eftir að hann bráðni. Efnið sýgur í sig vatnið og verður rakt. Ryksugaðu því næst yfir blettinn og þá mun teppið verða eins og nýtt.

mbl.is