Skammast sín ekki fyrir breyttan líkama

Líkamsvirðing | 17. október 2021

Skammast sín ekki fyrir breyttan líkama

Hollywoodstjarnan Lena Dunham segir að þyngdartap sé ekki eini mælikvarðinn á heilbrigði. Hún byrjaði að þyngjast þegar hún fór að lifa heilsusamlegra lífi. Dunham gekk nýlega í hjónaband og þar sem henni leið svo vel ákvað hún að kíkja í athugasemdakerfið. Þar las hún mörg ljót ummæli um líkama sinn.

Skammast sín ekki fyrir breyttan líkama

Líkamsvirðing | 17. október 2021

Lena Dunham segist vera heilbrigðari núna en áður.
Lena Dunham segist vera heilbrigðari núna en áður. AFP

Hollywoodstjarnan Lena Dunham segir að þyngdartap sé ekki eini mælikvarðinn á heilbrigði. Hún byrjaði að þyngjast þegar hún fór að lifa heilsusamlegra lífi. Dunham gekk nýlega í hjónaband og þar sem henni leið svo vel ákvað hún að kíkja í athugasemdakerfið. Þar las hún mörg ljót ummæli um líkama sinn.

Hollywoodstjarnan Lena Dunham segir að þyngdartap sé ekki eini mælikvarðinn á heilbrigði. Hún byrjaði að þyngjast þegar hún fór að lifa heilsusamlegra lífi. Dunham gekk nýlega í hjónaband og þar sem henni leið svo vel ákvað hún að kíkja í athugasemdakerfið. Þar las hún mörg ljót ummæli um líkama sinn.

Dunham sagði á instagramsíðu sinni að fá ummæli væru þess virði að tala um. Hún sagði þó mikilvægt að benda á að hún skammaðist sín ekki fyrir líkama sinn vegna þess að hann hefði breyst eftir að hún sást síðast í sjónvarpi. 

„Til að byrja með þá er brandarinn „borðaði Lena hina leikarana úr Girls?“ ekki fyndinn,“ sagði Dunham. Í öðru lagi sagði hún það kaldhæðni að bera líkama sinn í dag saman við líkama sem var á sínum tíma fyrirlitinn fyrir að vera of þungur. 

„Í síðasta sinn: Hvenær hættum við að taka því sem gefnu að grannur líkami jafngildi heilsu eða hamingju? Auðvitað getur þyngdartap verið afleiðing jákvæðra breytinga, en hvað haldið þið: einnig þyngdaraukning! Ég var í virkri fíkn og með ógreindan sjúkdóm á þeim myndum sem er verið að bera mig saman við núna,“ sagði Dunham, sem hefur verið edrú í fjögur ár. Líf hennar er heilbrigðara auk þess sem hún er betri manneskja.

Lena Dunham skammast sín ekki.
Lena Dunham skammast sín ekki. Skjáskot/Instagram

„Ég segi þetta við alla sem hafa breyst með tímanum vegna veikinda eða aðstæðna. Það er í lagi að lifa í eigin líkama án þess að hugsa um hann eins og tímabundinn líkama. Ég geri það og ég nýt þess til fulls, elska ykkur öll.“

View this post on Instagram

A post shared by Lena Dunham (@lenadunham)

mbl.is