Mannskæð sprengjuárás í Damaskus

Sýrland | 20. október 2021

Mannskæð sprengjuárás í Damaskus

Að minnsta kosti 13 fórust og þrír slösuðust í sprengjuárás á herrútu í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Mannskæð sprengjuárás í Damaskus

Sýrland | 20. október 2021

Rútan sem var sprengd upp í árásinni.
Rútan sem var sprengd upp í árásinni. AFP

Að minnsta kosti 13 fórust og þrír slösuðust í sprengjuárás á herrútu í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Að minnsta kosti 13 fórust og þrír slösuðust í sprengjuárás á herrútu í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Þetta er mannskæðasta árásin af þessu tagi í mörg ár, að sögn ríkisfjölmiðilsins SANA.

Fram kemur í frétt SANA að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða sem hafi verið beint að rútunni sem var á leiðinni yfir brú.

Heldur lítið hefur verið um ofbeldi á borð við þetta í Damaskus á undanförnum árum, sérstaklega eftir að herinn og bandamenn hans náðu aftur síðasta alvöru vígi uppreisnarmanna skammt frá borginni árið 2018.

Árásin er sú mannskæðasta í borginni síðan í mars 2017 þegar að minnsta kosti 30 fórust í sprengingu sem Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á hendur sér.

AFP
mbl.is