Þessar afléttingar hafa tekið gildi

Kórónuveiran COVID-19 | 20. október 2021

Þessar afléttingar hafa tekið gildi

Á miðnætti tóku í gildi afléttingar á takmörkunum vegna kórónuveirunnar en almennar takmarkanir miðast núna við 2.000 manns í stað 500.

Þessar afléttingar hafa tekið gildi

Kórónuveiran COVID-19 | 20. október 2021

Veitingastaðir mega vera opnir klukkutíma lengur.
Veitingastaðir mega vera opnir klukkutíma lengur. mbl.is/​Hari

Á miðnætti tóku í gildi afléttingar á takmörkunum vegna kórónuveirunnar en almennar takmarkanir miðast núna við 2.000 manns í stað 500.

Á miðnætti tóku í gildi afléttingar á takmörkunum vegna kórónuveirunnar en almennar takmarkanir miðast núna við 2.000 manns í stað 500.

Reglurnar sem eru núna í gildi:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir 2.000 manns í stað 500.
  • Nánd­ar­regla óbreytt 1 metri, með sömu und­an­tekn­ing­um og verið hafa, s.s. á sitj­andi viðburðum og þjón­ustu sem krefst mik­ill­ar nánd­ar.
  • Með notk­un hraðprófa má víkja frá fjölda­tak­mörk­un­um og nánd­ar­reglu.
  • Grímu­skyldu aflétt að frá­töld­um sér­stök­um regl­um á heil­brigðis­stofn­un­um.
  • Skrán­ing­ar­skyldu á viðburðum og veit­inga­hús­um aflétt.
  • Opn­un­ar­tími veit­ingastaða þar sem heim­ilaðar eru áfeng­isveit­ing­ar lengd­ur um klukku­stund, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyr­ir kl. 02:00.
mbl.is