Verða Píkubollarnir jólagjöfin í ár?

Huggulegheit | 20. október 2021

Verða Píkubollarnir jólagjöfin í ár?

Arna Rúnars Crowley er ljósmyndari og grafísk listakona að mennt – og feminísti „at heart“, að eigin sögn. Hún hannar æðislega kaffibolla sem gangast undir nafninu „píkubollar“ og segir okkur söguna þar á bak við.

Verða Píkubollarnir jólagjöfin í ár?

Huggulegheit | 20. október 2021

Mbl.is/Mynd aðsend

Arna Rúnars Crowley er ljósmyndari og grafísk listakona að mennt – og feminísti „at heart“, að eigin sögn. Hún hannar æðislega kaffibolla sem gangast undir nafninu „píkubollar“ og segir okkur söguna þar á bak við.

Arna Rúnars Crowley er ljósmyndari og grafísk listakona að mennt – og feminísti „at heart“, að eigin sögn. Hún hannar æðislega kaffibolla sem gangast undir nafninu „píkubollar“ og segir okkur söguna þar á bak við.

Arna kynntist eiginmanni sínum á námsárunum í Bretlandi sem flutti með henni heim, eftir að þau bæði luku námi þar ytra. Átta árum, tveimur börnum og einum hundi síðar, ákváðu þau að breyta aftur til og flytja á æskuslóðir eiginmannsins. „Við lentum í Cork á Írlandi í lok júlí sl., með allt það nauðsynlegasta í ferðatöskunum okkar ásamt leirrennibekknum sem sat fastur, að mér fannst, í heila eilífð í tollinum“, segir Arna sem hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa. Hún skráði sig á námskeið í leirrennslu hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík fyrir nokkrum árum, til að prófa eitthvað nýtt og fann sig þar. „Ég varð að hálfgerðum eilífðarstúdent þar þangað til ég fjárfesti sjálf í rennibekk í byrjun árs. Leirinn er svo skemmtilegt hráefni að vinna með en á sama tíma ansi ófyrirsjáanlegur. Ég rokka oft á milli þess að elska hann og hata. Ég hef þurft að læra að fagna ófullkomnleikanum í leirnum, slaka á væntingastjórnuninni ásamt því að sleppa takinu á fullkomnunarsinnanum í mér. Rennslusession jafnast á við gott núvitunarnámskeið og ég finn að mér líður einna best við rennibekkinn“, segir Arna í samtali.

Hvaðan spratt upp hugmyndin að píkubollanum? „Hún spratt í rauninni af smá eigin aktívisma gegn þeim neikvæðu staðalímyndum sem ríkja af píkunni og hafa fengið að grassera í gegnum tíðina. Þessi umræða fer reglulega í gang í samfélaginu og í kjölfar einnar þeirrar langaði mig til að hefja jákvætt samtal um píkuna og fagna tilveru hennar með því að búa til fallegan og praktískan hlut sem mætti nota dags daglega. Gefa píkunni það pláss sem hún á skilið enda ætti hún ekki að vera neitt feimnismál“, segir Arna.

Mbl.is/Mynd aðsend

Arna hefur lagt upp með frá upphafi að engir tveir bollar séu eins að stærð né lögun, rétt eins og píkur almennt eru. En flestir bollarnir eru meðalstórir og rúma góðan americano eða cappuccino. Og þó hafa nokkrir espressóbollar slæðst inn á milli. „Hvað liti varðar þá er ég að vinna með hvítan og bleikan/ferskjulitaðan í augnablikinu og finnst það klæða bollana sérlega vel“, segir Arna.

Er þetta fyrsta varan sem þú setur í sölu? „Það má eiginlega segja það. Ég var ekki á leiðinni í neina framleiðslu þegar ég bjó til fyrstu bollana en póstur sem ég setti á Instagram í vor fór óvænt á flug á meðal vina og kunningja þannig að ég gerði nokkra bolla til að anna þeirri eftirspurn. Eftir að ég flutti til Írlands ákvað ég að kanna aðeins áhugann í nærumhverfi mínu og og pantanirnar fóru óvænt að berast í kjölfarið. Ég ákvað því að opna fyrir Instagram-síðu sem ég hafði gert sérstaklega fyrir bollana og ætla bara að sjá hvernig hlutirnir þróast“, segir Arna.

Fyrir áhugasama, þá er Arna alltaf að fást við eitthvað nýtt og spennandi á Instagram síðunni sinni HÉR, en þar má einnig nálgast bollana hennar – eða senda Örnu línu á smashthepotriarchy@gmail.com.

Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Arna er ljósmyndari og grafísk listakona sem hannar æðislega píkubolla.
Arna er ljósmyndari og grafísk listakona sem hannar æðislega píkubolla. Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is