44 kórónuveirusmit innanlands

Kórónuveiran COVID-19 | 21. október 2021

44 kórónuveirusmit innanlands

44 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 23 utan sóttkvíar. 19 hinna smituðu voru óbólusettir en hinir bólusettir. 

44 kórónuveirusmit innanlands

Kórónuveiran COVID-19 | 21. október 2021

Beðið eftir skimun.
Beðið eftir skimun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

44 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 23 utan sóttkvíar. 19 hinna smituðu voru óbólusettir en hinir bólusettir. 

44 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 23 utan sóttkvíar. 19 hinna smituðu voru óbólusettir en hinir bólusettir. 

Ellefu smit greindust við landamærin, sjö þeirra eru virk en í hinum tilvikunum fjórum er mótefnamælingar beðið. Í tilvikum virku smitanna voru allir hinna smituðu fullbólusettir við greiningu.

Átta liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Nýgengi innanlandssmita stendur nú í 183,3 og nýgengi landamærasmita í 17,5.

Tæplega 3.000 sýni voru tekin í gær. 4,17% einkennasýna voru jákvæð en lægra hlutfall annarra sýna.

Nú eru 1.282 í sóttkví, 615 í einangrun og 273 í skimunarsóttkví. 

Börn á aldrinum 6 til 12 ára eru stærsti hópurinn í einangrun. Þau eru 128 talsins. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is