Dregið úr þörf á styrkjum samhliða efnahagsbata

Kórónukreppan | 21. október 2021

Dregið úr þörf á styrkjum samhliða efnahagsbata

Ríkissjóður hefur dregið úr sérstækum stuðningi við fyrirtæki vegna heimsfaraldursins í ljósi efnahagsbata í samfélaginu. Þá hafa færri sótt um þau úrræði sem standa fyrirtækjum enn til boða.

Dregið úr þörf á styrkjum samhliða efnahagsbata

Kórónukreppan | 21. október 2021

Minni þörf er fyrir sértækan stuðning við fyrirtæki samhliða efnahagsbata.
Minni þörf er fyrir sértækan stuðning við fyrirtæki samhliða efnahagsbata. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkissjóður hefur dregið úr sérstækum stuðningi við fyrirtæki vegna heimsfaraldursins í ljósi efnahagsbata í samfélaginu. Þá hafa færri sótt um þau úrræði sem standa fyrirtækjum enn til boða.

Ríkissjóður hefur dregið úr sérstækum stuðningi við fyrirtæki vegna heimsfaraldursins í ljósi efnahagsbata í samfélaginu. Þá hafa færri sótt um þau úrræði sem standa fyrirtækjum enn til boða.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Enn geta fyrirtæki sótt um viðspyrnustyrki fari mánaðarlegt tekjufall yfir 40%. Auk þess er enn mögulegt að fá frestun á staðgreiðslu launa allt að tvisvar sinnum á árinu ef hægt er að sýna fram á tímabundna rekstrarörðugleika.

Tafla/Stjórnarráðið

Minni þörf fyrir styrki

Tæplega 1.200 rekstaraðilar fengu viðspyrnustyrki sem töldu samtals 1,1 milljarða króna í nóvember á síðasta ári. Til samanburðar nam viðspyrnustyrkurinn í ágúst á þessu ári 100 milljónum króna og fór hann deildist hann á milli ríflega 100 fyrirtækja.

Þá hefur hlutdeild fyrirtækja í ferðaþjónustu í heildargreiðslum viðspyrnustyrkja minnkað.

Mikinn mun er að sjá milli ára á frestunum en alls hafa rekstraraðilar frestað þremur milljörðum króna það sem af er ári, til samanburðar við 21 milljörðum króna á síðasta ári.

mbl.is