Veikindadagar nýttir sem undankomuleið

Kórónuveiran Covid-19 | 21. október 2021

Veikindadagar nýttir sem undankomuleið

Mikill fjöldi Ítala hefur hringt sig inn veika í vinnuna síðastliðna daga, eða allt frá því að kórónuveiruskírteini urðu skyldubundin fyrir starfsfólk.

Veikindadagar nýttir sem undankomuleið

Kórónuveiran Covid-19 | 21. október 2021

Ítalir eru margir hverjir ósáttir við grænu passana sem eru …
Ítalir eru margir hverjir ósáttir við grænu passana sem eru skyldubundnir og hafa mótmælt þeim ákaft. AFP

Mikill fjöldi Ítala hefur hringt sig inn veika í vinnuna síðastliðna daga, eða allt frá því að kórónuveiruskírteini urðu skyldubundin fyrir starfsfólk.

Mikill fjöldi Ítala hefur hringt sig inn veika í vinnuna síðastliðna daga, eða allt frá því að kórónuveiruskírteini urðu skyldubundin fyrir starfsfólk.

Frá 15. október hafa Ítalir þurft að sýna fram á svokallaða „græna passa“ til að mega mæta í vinnuna. Passarnir eru aðgengilegir þeim sem hafa verið bólusettir, nýlega jafnað sig eftir kórónuveirusmit, eða fengið neikvætt úr skimun.

Koma sér hjá kröfunni með veikindum

Ekki eru allir sáttir við þessi hlutskipti og hafa komið sér hjá því með því að taka út veikindadaga en veikindaleyfum fjölgaði um 28% daginn sem skírteinin voru gerð að kröfu. Þá hringdu rúmlega 94 þúsund Ítalir sig inn veika. Á mánudaginn urðu þeir enn fleiri, eða upp í 192 þúsund.

Með þessu koma Ítalir sér hjá launalausu vinnuleyfi séu þeir ekki með passana.

Segir passana mikilvæga

Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu segir skírteinin mikilvæg fyrir landið til að fjölga komum í bólusetningar. Geti samfélagið þannig komist hjá hertari samkomutakmörkunum.

Tæplega 86% Ítala eldri en 12 ára hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, og næstum 82% eru fullbólusettir. Kórónuveirufaraldurinn hefur lent einkar illa á Ítölum en meira en 130 þúsund hafa fallið frá vegna veirunnar þar í landi. Smitum hefur þó fækkað mikið á undanförnum mánuðum samhliða auknum bólusetningum í landinu.

mbl.is