Erum stödd á ögurstundu

Kórónuveiran COVID-19 | 22. október 2021

Erum stödd á ögurstundu

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að við séum stödd á ögurstundu þegar kemur að lífskjörum almennings. Núna sé tímapunktur þar sem teknar eru afdrifaríkustu ákvarðanirnar í kjölfar Covid-kreppunnar.

Erum stödd á ögurstundu

Kórónuveiran COVID-19 | 22. október 2021

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/Aðsend

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að við séum stödd á ögurstundu þegar kemur að lífskjörum almennings. Núna sé tímapunktur þar sem teknar eru afdrifaríkustu ákvarðanirnar í kjölfar Covid-kreppunnar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að við séum stödd á ögurstundu þegar kemur að lífskjörum almennings. Núna sé tímapunktur þar sem teknar eru afdrifaríkustu ákvarðanirnar í kjölfar Covid-kreppunnar.

„Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning,“ segir Drífa í vikulegum pistli sínum.

Drífa segir meðal annars mikilvægt að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Einnig þurfi að krefjast þess að verðmætin sem skapist í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld.

„Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða,“ segir hún.

mbl.is