Ástralar aflétta ströngum takmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 27. október 2021

Ástralar aflétta ströngum takmörkunum

Ástralar ætla í næstu viku að aflétta banni á farðalög fullbólusettra íbúa landsins út úr landinu. Þannig verður einna ströngustu landamærareglugerð á heimsvísu aflétt, en henni var ætlað að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit bærust inn í landið.

Ástralar aflétta ströngum takmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 27. október 2021

Tómur brottfararsalur á alþjóðaflugvellinum í Sudney mun brátt fyllast af …
Tómur brottfararsalur á alþjóðaflugvellinum í Sudney mun brátt fyllast af ferðamönnum á ný. AFP

Ástralar ætla í næstu viku að aflétta banni á farðalög fullbólusettra íbúa landsins út úr landinu. Þannig verður einna ströngustu landamærareglugerð á heimsvísu aflétt, en henni var ætlað að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit bærust inn í landið.

Ástralar ætla í næstu viku að aflétta banni á farðalög fullbólusettra íbúa landsins út úr landinu. Þannig verður einna ströngustu landamærareglugerð á heimsvísu aflétt, en henni var ætlað að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit bærust inn í landið.

Frá og með 1. nóvember geta Ástralir því ferðast til útlanda án þess að fá sérstaka undanþágu frá stjórnvöldum

„Fyrir áramót gerum við ráð fyrir að leyfa komu fullbólusetts sérhæfðs starfsfólks og skiptinema hingað til lands,“ er haft eftir Karen Andrews, innanríkisráðherra Ástralíu, í frétt BBC.

Fagnaðarfundir í vændum

Aflétting ferðabannsins er án efa kærkomin fyrir alla þá Ástrala sem dvelja erlendis, enda hefur þeim verið meinaður aðgangur til landsins síðan faraldurinn skall á. Gera má ráð fyrir að það verði margt um fagnaðarfundi á alþjóðaflugvöllum landsins á komandi vikum.

Eins og fyrr segir hafa í Ástralíu gilt einna hörðustu sóttvarnatakmarkanir á landamærum sem um getur. Þannig eru til dæmi um að fólk hafi ekki komist til landsins til þess að kveðja ástvini á dánarbeðinum.

Fylkin Queensland og V-Ástralía verða þó mögulega enn lokuð þar til bólusetningarhlutfall þar verður enn hærra, en það nálgast nú um 80% á landsvísu.

Yfirvöld þeirra fylkja segja að mögulega verði þau lokuð fyrir komufarþegum þar til hlutfallið verður enn hærra.

Sú krafa að komufarþegar verði að vera bólusettir við komuna til landsins mun ekki gilda um börn frá 12 ára aldri og yngri.

mbl.is