„Þetta snýst bara ekk­ert um mig“

Kórónuveiran Covid-19 | 28. október 2021

„Þetta snýst bara ekk­ert um mig“

Fyrir um einu og hálfu ári sungu þjóðþekktir listamenn með Þórólfi sóttvarnalækni og þríeykinu og báðu landann um að ferðast innanhúss. Samstaða virtist ríkja um að til þess að takast á við kórónuveirufaraldurinn þyrfti samstillt átak Íslendinga um að hlýða Víði og ganga um gólf fyrir Þórólf, við værum jú öll Alma(nnavarnir). 

„Þetta snýst bara ekk­ert um mig“

Kórónuveiran Covid-19 | 28. október 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir um einu og hálfu ári sungu þjóðþekktir listamenn með Þórólfi sóttvarnalækni og þríeykinu og báðu landann um að ferðast innanhúss. Samstaða virtist ríkja um að til þess að takast á við kórónuveirufaraldurinn þyrfti samstillt átak Íslendinga um að hlýða Víði og ganga um gólf fyrir Þórólf, við værum jú öll Alma(nnavarnir). 

Fyrir um einu og hálfu ári sungu þjóðþekktir listamenn með Þórólfi sóttvarnalækni og þríeykinu og báðu landann um að ferðast innanhúss. Samstaða virtist ríkja um að til þess að takast á við kórónuveirufaraldurinn þyrfti samstillt átak Íslendinga um að hlýða Víði og ganga um gólf fyrir Þórólf, við værum jú öll Alma(nnavarnir). 

Í dag er þessu víða ekki að heilsa og hagsmunasamtök, almennir borgarar og kjörnir fulltrúar úthrópa Þórólf Guðnason sem óvin frelsis, sem leggi heilu atvinnugreinarnar í rúst og segja jafnvel orðræðu hans einkennast af hræðsluáróðri. 

Í samtali við mbl.is segir Þórólfur þó að hann kippi sér ekki of mikið upp við þetta.

Gjarnan er talað um að menn „missi klefann“ þegar stuðningur til þeirra þverrar og það hefur verið sagt um Þórólf. Spurður að því hvað honum finnist um það og hvort klefinn sé einu sinni hans að missa, hvort það sé ekki frekar ráðherra, segir hann:

„Ég held að það sé bara okkar allra og það er ykkar fjölmiðla líka. Umræður síðustu vikna hafa verið þannig, bara opinberar umræður í stjórnmálunum, bara víðs vegar og í fjölmiðlum, það er varla sá þáttur að menn segi ekki að þetta sé bara búið og að það þurfi ekkert að standa í þessu. Þetta hafa menn verið að taka upp hver eftir öðrum. En ég hef verið að reyna að andmæla þessu og þess vegna hef ég upplifað mig sem svona hrópandann í eyðimörkinni að tala um þetta.“

Hrópandinn í eyðimörkinni

Þórólfur segir að hann viti fullvel að Íslendingar séu orðnir langþreyttir á sóttvarnatakmörkunum og skertu frelsi en hann segist einfaldlega að verða að halda áfram að ræða stöðu faraldursins eins og hún virkilega er. Geri hann það ekki sé hann ekki að sinna skyldu sinni.

„Ég veit að það eru allir orðnir hundleiðir á þessari veiru og samnefnarinn kannski fyrir þessa leiðinlegu umræðu hefur verið sóttvarnalæknir. Og ég hef nú verið það mikið í fjölmiðlum að menn svona líta á sóttvarnalækni sem einhvern holdgerving þessara afturhaldsafla, sem vilja takmarka frelsi og eitthvað svona, segir Þórólfur og bætir við:

„En það verður bara að halda áfram með þennan sanna og rétta málflutning um það hvað er að gerast með þessa veiru. Það er mitt lögboðna hlutverk. Ef ég gerði það ekki þá væri ég að bregðast mínum skyldum, þannig ég hef þær skyldur við stjórnvöld og almenning að vara við hættu við svona ástandi og koma með tillögur um hvað þarf að gera og ég verð að gera það. Síðan er það stjórnvalda að ákveða, þau bera endanlega ábyrgð á því sem er gert. Ég svosem kveinka mér ekkert undan því að menn hnýti í mig eitthvað út af þessu, en þetta snýst bara ekkert um mig, þetta er ekkert spurningin um það.“ 

Sóttvarnatakmarkanir eru endanlega í höndum stjórnvalda og því á ábyrgð …
Sóttvarnatakmarkanir eru endanlega í höndum stjórnvalda og því á ábyrgð þeirra, segir sóttvarnalæknir, sem hér sést sitja við hlið Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvennt í boði: Takmarkanir eða neyðarástand

Þórólfur segir að margir hafi að undanförnu litið til Evrópu og nágrannaþjóða okkar, sem margar hverjar hafa aflétt öllum sóttvarnatakmörkunum. Hann segir að fólki láist alla jafna að horfa í stöðuna sem upp er komin í kjölfar þessara afléttinga. 

„Mönnum hefur verið tíðrætt um það sem er að gerast í Evrópu og að allt sé svo gott þar og búið að aflétta öllu en það er bara ekkert þannig. Það eru takmarkanir í mörgum löndum, flestum nálægum löndum, og við sjáum til dæmis á Norðurlöndunum að þar er faraldurinn að fara upp. Faraldurinn er að rjúka upp í Danmörku og við sjáum hvað er að gerast í Eystrasaltslöndunum, þar er bara neyðarástand og faraldurinn er að fara upp í Þýskalandi og Bretlandi,“ segir Þórólfur.

Þórólfur segir ekkert í boði nema takmarkanir.

„Þannig hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er þetta að gerast og viljum við fara á þann stað að það skapist hérna neyðarástand í heilbrigðismálum og fyrir marga sjúklinga? Menn þurfa bara að hugsa það þannig og ég er ekki viss um að það vilji það neinn. En menn verða bara að fá að reyna að spyrna við fótum og gera það sem gera þarf og það er bara ekkert svo margt sem er í boði til að hefta útbreiðslu þessarar veiru, því miður, ég vildi að það væri einhver töfralausn.“

mbl.is