Andrés krefst þess að málinu verði vísað frá

Jeffrey Epstein | 30. október 2021

Andrés krefst þess að málinu verði vísað frá

Andrés Bretaprins segir að konan sem sakar hann um kynferðisbrot sé eingöngu að reyna að hafa af honum peninga. Hann krefst þess að dómstóll í New York vísi málinu frá.

Andrés krefst þess að málinu verði vísað frá

Jeffrey Epstein | 30. október 2021

Andrés Bretaprins í janúar síðastliðnum.
Andrés Bretaprins í janúar síðastliðnum. AFP

Andrés Bretaprins segir að konan sem sakar hann um kynferðisbrot sé eingöngu að reyna að hafa af honum peninga. Hann krefst þess að dómstóll í New York vísi málinu frá.

Andrés Bretaprins segir að konan sem sakar hann um kynferðisbrot sé eingöngu að reyna að hafa af honum peninga. Hann krefst þess að dómstóll í New York vísi málinu frá.

Lögmaður Andrésar sakaði Virginiu Giuffre um að höfða mál gegn prinsinum „til að fá enn eina útborgunina“ vegna ásakana hennar gegn auðjöfrinum og barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

„Flestir geta aðeins látið sig dreyma um álíka upphæðir og Giuffre hefur tryggt sér undanfarin ár,“ skrifaði lögmaðurinn Andrew Brettler.

„Þetta er sterk ástæða fyrir því að Giuffre heldur áfram að höfða innistæðulaus mál á hendur einstaklingum á borð við Andrési prins en orðspor hans hefur skaddast eftir að hann flæktist í Epstein-hneykslismálið,“ bætti hann við.

Giuffre sakar Epstein, sem framdi sjálfsvíg er hann beið réttarhalda eftir að hafa verið ákærður fyrir mansal, um að hafa fengið hana til að stunda kynlíf með ríkum og valdamiklum vinum sínum.

Giuffre, sem er 38 ára, höfðaði mál gegn Andrési í ágúst, og sagði hann hafa beitt hana kynferðisofbeldi fyrir yfir 20 árum þegar hún var 17 ára og undir lögaldri.

Andrés, sem er 61 árs, hefur ekki verið ákærður vegna málsins og hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu.

mbl.is