Borða meira grænmeti fyrir loftslagið

Loftslagsvá | 1. nóvember 2021

Borða meira grænmeti fyrir loftslagið

Heilsusamlegt mataræði hefur yfirleitt lágt kolefnisspor. Vilji fólk fækka þessum sporum með mataræði sínu og sporna þannig gegn hlýnun andrúmsloftsins er ágætt að byrja til dæmis á því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum. Minni matarsóun er jafnframt mikilvæg; öll framleiðsla á mat tekur sinn toll af umhverfinu og sé honum hent hefur verið gengið á höfuðstól náttúrunnar að óþörfu.

Borða meira grænmeti fyrir loftslagið

Loftslagsvá | 1. nóvember 2021

Sigurður Loftur Thorlacius.
Sigurður Loftur Thorlacius. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilsusamlegt mataræði hefur yfirleitt lágt kolefnisspor. Vilji fólk fækka þessum sporum með mataræði sínu og sporna þannig gegn hlýnun andrúmsloftsins er ágætt að byrja til dæmis á því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum. Minni matarsóun er jafnframt mikilvæg; öll framleiðsla á mat tekur sinn toll af umhverfinu og sé honum hent hefur verið gengið á höfuðstól náttúrunnar að óþörfu.

Heilsusamlegt mataræði hefur yfirleitt lágt kolefnisspor. Vilji fólk fækka þessum sporum með mataræði sínu og sporna þannig gegn hlýnun andrúmsloftsins er ágætt að byrja til dæmis á því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum. Minni matarsóun er jafnframt mikilvæg; öll framleiðsla á mat tekur sinn toll af umhverfinu og sé honum hent hefur verið gengið á höfuðstól náttúrunnar að óþörfu.

Þetta segir Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu, sem talaði á fræðsluþinginu Degi verkfræðinnar sem Verkfræðingafélag Íslands hélt fyrir skemmstu. Segja má að efni þess erindis hafi verið beint inn í andrúm og aðstæður; svo víða eru loftslagsmál til umfjöllunar nú og af miklum þunga.

Matarsporið telur alla þætti í ferlinu

„Við greinum sífellt meiri áhuga fólks á því að vita hver loftslagsáhrif og kolefnisspor matvæla séu,“ segir Sigurður. Hjá Eflu, sem er ein stærsta verkfræðistofa landsins, hefur verið hannað forritið Matarspor sem telur þessi skref. Þar er tekið tillit til allra loftslagsáhrifa í framleiðslu, flutningum og fleiru í ferli allra vara. Eldsneytisnotkun á ökrum og högum er þarna með, kæling í vörugeymslum og svo mætti lengi telja.

„Einn þáttanna þeirra er landnotkun, til dæmis ef mýrar hafa verið ræstar fram eða skógur ruddur fyrir akra eða haglendi í nautgripabúskap. Þarna bætist við losun frá meltingu búpeningsins sem getur verið mjög stór losunarþáttur. Lambakjöt hefur líka nokkuð stór kolefnisspor en aðrar kjöttegundir minna. Í Matarspori erum við með fleiri en 60 tegundir matvæla þar sem loftslagsáhrif hafa verið mæld. Ný útgáfa af hugbúnaðinum kemur á næstunni, en þar verða þættir eins og næringargildi, hitaeiningar og fleira.“

Fleiri velja grænmetisrétti

Upphaf þessa verkefnis má rekja til þess að árið 2018 stóð Efla fyrir umhverfisviku, þar sem fróðleik um kolefnisspor matvæla var miðlað til starfsfólks. Í umhverfisviku ári síðar var búin til fyrsta útgáfan af forritinu Matarspori þar sem fólk gat séð kolefnisspor og loftslagsáhrif einstakra rétta í mötuneyti fyrirtækisins.

„Hér hjá Eflu fer fólk meira en áður í grænmetisréttina og er meðvitaðra en áður um mataræði og loftslagsáhrif þess. Matarspor birtir samanburð á kolefnisspori þess sem býðst í mötuneyti Eflu svo matargestir fá upplýsingar þegar þeir velta fyrir sér hvað þeir eigi að velja. Matarspor virkar vel og við höfum fengið margar fyrirspurnir, til dæmis frá þeim sem standa að rekstri stórra mötuneyta og þeim sem slíkri starfsemi tengjast. Orkufyrirtækin voru fyrst til að taka upp Matarsporið, en sífellt fleiri eru að koma inn; meðal annars Stjórnarráðið, skólar og fleiri,“ segir Sigurður.

mbl.is