Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein

Jeffrey Epstein | 1. nóvember 2021

Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein

Forstjóri breska bankans Barclays, Jes Staley, hefur sagt upp störfum vegna yfirvofandi niðurstaðna rannsóknar á tengslum hans við auðkýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein

Jeffrey Epstein | 1. nóvember 2021

Jes Staley, fráfarandi forstjóri Barclays.
Jes Staley, fráfarandi forstjóri Barclays. AFP

Forstjóri breska bankans Barclays, Jes Staley, hefur sagt upp störfum vegna yfirvofandi niðurstaðna rannsóknar á tengslum hans við auðkýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Forstjóri breska bankans Barclays, Jes Staley, hefur sagt upp störfum vegna yfirvofandi niðurstaðna rannsóknar á tengslum hans við auðkýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá bankanum. 

Áður hafði bankinn lýst yfir fullu trausti á forstjóra sinn, þrátt fyrir tengslin. 

„Það skal tekið fram að rannsóknin leiðir ekki í ljós að Staley hafi séð eða vitað af meintum glæpum Epsteins, sem var aðalatriði þegar Barclays lýsti yfir stuðning við Staley eftir handtöku Epstein sumarið 2019,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

mbl.is