Hundur bjargaði 100 kóalabjörnum

Krúttleg dýr | 1. nóvember 2021

Hundur bjargaði 100 kóalabjörnum

Hundurinn Bear vann mikla hetjudáð er hann bjargaði 100 kóalabjörnum eftir gróðureldana í Ástralíu 2019 og 2020.

Hundur bjargaði 100 kóalabjörnum

Krúttleg dýr | 1. nóvember 2021

Kóalaleitarhundurinn Bear fékk á dögunum verðlaun fyrir hetjudáð sína eftir …
Kóalaleitarhundurinn Bear fékk á dögunum verðlaun fyrir hetjudáð sína eftir gróðurelda síðasta árs í Ástralíu en þá bjargaði hann 100 kóalabjörnum. Ljósmynd/instagram

Hundurinn Bear vann mikla hetjudáð er hann bjargaði 100 kóalabjörnum eftir gróðureldana í Ástralíu 2019 og 2020.

Hundurinn Bear vann mikla hetjudáð er hann bjargaði 100 kóalabjörnum eftir gróðureldana í Ástralíu 2019 og 2020.

Hann hefur nú hlotið verðlaun fyrir hetjudáðina frá International Fund for Animal Welfare (IFAW). 

 Bear var þjálfaður í University of the Sunshine Coast í Ástralíu þar sem hann lærði að nota þefskynið til að finna slasaða kóalabirni í öskunni.

Gáfu hann frá sér vegna hegðunarvandamála

Þá virðist einstaklega gott þefskyn Bear og leikgleði hans hafa gert hann að einstaklega góðum leitarhundi en hann fékk bæði mikið lof og klapp eftir alla vinnuna og var heiðraður með myndskeiði sem má sjá hér neðst í fréttinni. 

Þá kemur fram í frétt Good News Network um málið að Bear hafi fundist í dýraathvarfi áður en hann var þjálfaður þar sem hann lenti eftir að fyrrverandi eigendur hans létu hann frá sér vegna hegðunarvandamála sem tengdust persónuleika hans en hann er víst gríðarlega orkumikill og með sérstaklega mikla ástríðu fyrir leikjum, sem eins og áður kom fram, hentaði fullkomlega í verkefni eins og leitinni að kóalabjörnunum.

Hér má sjá myndskeið þar sem Bear er heiðraður.



mbl.is