Freyja fékk góðar móttökur

Landhelgisgæslan | 6. nóvember 2021

Freyja fékk góðar móttökur

Þremur fallbyssuskotum var skotið af til heiðurs varðskipsins Freyju sem kom til hafnar á Siglufirði í dag. Mikil hátíðarhöld voru við höfnina þegar Freyja kom til sinnar heimahafnar en viðstödd voru meðal annars Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð. 

Freyja fékk góðar móttökur

Landhelgisgæslan | 6. nóvember 2021

Freyja fékk hlýjar móttökur.
Freyja fékk hlýjar móttökur. mbl.is/Árni Sæberg

Þremur fallbyssuskotum var skotið af til heiðurs varðskipsins Freyju sem kom til hafnar á Siglufirði í dag. Mikil hátíðarhöld voru við höfnina þegar Freyja kom til sinnar heimahafnar en viðstödd voru meðal annars Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð. 

Þremur fallbyssuskotum var skotið af til heiðurs varðskipsins Freyju sem kom til hafnar á Siglufirði í dag. Mikil hátíðarhöld voru við höfnina þegar Freyja kom til sinnar heimahafnar en viðstödd voru meðal annars Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð. 

Þyrla landhelgisgæslunnar fylgdi Freyju síðasta spölinn inn fjörðinn auk þess sem varðskipið Týr, björgunarskipið Sigurvin og fleiri skip Landsbjargar sigldu með. Bílalest viðbragðsaðila keyrði frá Strákagöngum með flotanum. 

Forsetinn, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri héldu ávarp á bryggjunni og sóknarprestur á Siglufirði blessaði svo skipið að ræðuhöldum loknum.

Freyja kemur til með að leysa varðskipið Tý af hólmi og verður með heimahöfn á Siglufirði. 

Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson tóku á …
Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson tóku á móti Freyju á Siglufirði í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Guðni Th. Jóhannesson hélt ræðu við hátíðarhöldin.
Guðni Th. Jóhannesson hélt ræðu við hátíðarhöldin. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is