Bjó til „bókasafn“ fyrir hunda

Krúttleg dýr | 9. nóvember 2021

Bjó til „spýtubókasafn“ fyrir hunda

Hundar elska að sækja spýtur. Það er eitthvað sem flestir hundaeigendur þekkja. Á sumum stöðum getur þó reynst erfitt að finna réttu spýturnar til að sækja og það þekkir Nýsjálendingurinn Andrew Taylor. Hann tók eftir því að lítið var um góðar spýtur fyrir hunda í almenningsgarði í nágrenni hans, þar sem fólk fór gjarnan til að viðra hundana sína.

Bjó til „spýtubókasafn“ fyrir hunda

Krúttleg dýr | 9. nóvember 2021

Flestir hundar elska að sækja spýtur. Það getur þó verið …
Flestir hundar elska að sækja spýtur. Það getur þó verið vandasamt að finna réttu spýtuna fyrir leikinn vinsæla. Ljósmynd/Colourbox

Hundar elska að sækja spýtur. Það er eitthvað sem flestir hundaeigendur þekkja. Á sumum stöðum getur þó reynst erfitt að finna réttu spýturnar til að sækja og það þekkir Nýsjálendingurinn Andrew Taylor. Hann tók eftir því að lítið var um góðar spýtur fyrir hunda í almenningsgarði í nágrenni hans, þar sem fólk fór gjarnan til að viðra hundana sína.

Hundar elska að sækja spýtur. Það er eitthvað sem flestir hundaeigendur þekkja. Á sumum stöðum getur þó reynst erfitt að finna réttu spýturnar til að sækja og það þekkir Nýsjálendingurinn Andrew Taylor. Hann tók eftir því að lítið var um góðar spýtur fyrir hunda í almenningsgarði í nágrenni hans, þar sem fólk fór gjarnan til að viðra hundana sína.

Hann dó þó ekki ráðalaus og ákvað að safna saman trjábútum úr sínum eigin garði, snyrta þá til og búa til sérstakt „spýtubókasafn“  í almenningsgarðinn fyrir alla nágrannahundana. 

Spýtubókasafnið hefur heldur betur slegið í gegn síðan meðal hunda og eigenda þeirra eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Good News Network.

mbl.is