Yfirvofandi skortur á sprautum

Bólusetningar við Covid-19 | 9. nóvember 2021

Yfirvofandi skortur á sprautum

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur varað við yfirvofandi skorti á sprautum á næsta ári sem gæti ógnað framþróun í bólusetningar aðgerðum.

Yfirvofandi skortur á sprautum

Bólusetningar við Covid-19 | 9. nóvember 2021

WHO hefur varað við skort á sprautum á næsta ári.
WHO hefur varað við skort á sprautum á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur varað við yfirvofandi skorti á sprautum á næsta ári sem gæti ógnað framþróun í bólusetningar aðgerðum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur varað við yfirvofandi skorti á sprautum á næsta ári sem gæti ógnað framþróun í bólusetningar aðgerðum.

Skortinn má rekja til bólusetninga herferða gegn Covid-19 sjúkdómnum en milljarðar sprauta hafa verið notaðar umfram það magn sem venjulega er notað ár hvert.

Lisa Hedman, yfirráðgjafi WHO yfir aðgengi að lyfjum og heilbrigðis varningi, sagði nauðsynlegt að tryggja það að birgðir sprautna myndu halda í við eftirspurnina.

„Við höfum miklar áhyggjur af því að það gæti komið upp skortur á sprautum, sem gæti leitt af sér alvarleg vandamál, til að mynda gæti þetta hægt á samfélagslegu ónæmi,“ sagði Hedman og bætti við að „Eftir því hvernig bólusetningar munu ganga, gæti skorturinn numið einum til tveimur milljörðum sprauta.“

Tvöfalt fleiri sprautur í notkun

Yfir 7,25 milljarða bóluefnaskammtar hafa verið veittir á heimsvísu. Er það næstum tvöfalt fleiri bólusetningar en veittar eru árlega, og þar af leiðandi hafa tvöfalt fleiri sprautur verið notaðar.

Eru áhyggjur uppi um að skorturinn muni leiða til þess að fólk noti sömu sprautur oftar en einu sinni, sem getur verið afar hættulegt og leitt til sýkingar.

Hefur Hedman ráðlagt þjóðum að skipuleggja sig vel og kaupa einungis það magn af sprautum sem talið er að þörf sé á. Sé þá ekki skynsamlegt að hamstra birgðum.

mbl.is