Nýtt bandalag til að enda gas- og olíuframleiðslu

Loftslagsráðstefnan COP26 | 11. nóvember 2021

Nýtt bandalag til að enda gas- og olíuframleiðslu

Aðgerðarbandalagið BOGA (Beyond oil and gas alliance) hefur verið komið á fót á COP26 loftslagsráðstefnunni en það samanstendur af ríkisstjórnum og hagsmunaaðilum sem vinna saman að því að enda gas- og olíuframleiðslu.

Nýtt bandalag til að enda gas- og olíuframleiðslu

Loftslagsráðstefnan COP26 | 11. nóvember 2021

Aðgerðabandalagið BOGA var í dag stofnað á COP26 ráðstefnunni.
Aðgerðabandalagið BOGA var í dag stofnað á COP26 ráðstefnunni. AFP

Aðgerðarbandalagið BOGA (Beyond oil and gas alliance) hefur verið komið á fót á COP26 loftslagsráðstefnunni en það samanstendur af ríkisstjórnum og hagsmunaaðilum sem vinna saman að því að enda gas- og olíuframleiðslu.

Aðgerðarbandalagið BOGA (Beyond oil and gas alliance) hefur verið komið á fót á COP26 loftslagsráðstefnunni en það samanstendur af ríkisstjórnum og hagsmunaaðilum sem vinna saman að því að enda gas- og olíuframleiðslu.

Frá þessu er greint á vef BBC.

Þeir sem eiga aðild að bandalaginu munu setja niður dagsetningu um hvenær þau stefna á að stöðva framleiðslu þessara jarðefnaeldsneyta og hætta að gefa út leyfi fyrir leit að nýrri olíu eða gasi.

Danmörk og Kosta Ríka forsprakkar

Forsprakkar verkefnisins eru Kosta Ríkamenn og Danir, en þeir síðarnefndu eru einir af stærstu gas- og olíuframleiðendum í Evrópu. Á síðasta ári var þó leit að nýrri olíu og gasi í Norðursjó bönnuð og hafa Danir gefið út að þeir munu hætta framleiðslu fyrir árið 2050.

Kosta Ríka hefur ekki framleitt olíu en er að taka til skoðunar að leggja fram frumvarp sem mun banna leit að jarðefnaeldsneyti og þar með koma í veg fyrir að framtíðar ríkisstjórnir muni gera slíkt.

„Tími jarðefnaeldsneytis verður að líða undir lok,“ sagði Dan Jørgensen, loftslagsmálaráðherra Danmerku.

Rússar og Bandaríkjamenn ekki með

Nú þegar hafa Kosta Ríka, Danmörk, Frakkland, Grænland, Írland, Québec, Svíþjóð og Wales skrifað undir aðild að bandalaginu. Þá hafa Nýja-Sjáland, Kalifornía og Ítalía einnig skrifað undir stuðning við það. Skotar hafa einnig íhugað að taka þátt.

Athygli vekur að stórir framleiðendur á borð við Rússa, Bandaríkjamenn og Sádi-Araba, eru ekki með í bandalaginu og því er óttast að árangur þess verði takmarkaður.

mbl.is