Skálduðu upp fjölda hermanna

Talíbanar í Afganistan | 11. nóvember 2021

Skálduðu upp fjölda hermanna

Fyrrverandi fjármálaráðherra Afganistans segir að ríkisstjórnin hafi fallið vegna spilltra embættismanna sem skálduðu upp „draugahermenn” og fengu greiðslur frá talíbönum.

Skálduðu upp fjölda hermanna

Talíbanar í Afganistan | 11. nóvember 2021

Hermaður talíbana við landamæri Írans og Afganistans.
Hermaður talíbana við landamæri Írans og Afganistans. AFP

Fyrrverandi fjármálaráðherra Afganistans segir að ríkisstjórnin hafi fallið vegna spilltra embættismanna sem skálduðu upp „draugahermenn” og fengu greiðslur frá talíbönum.

Fyrrverandi fjármálaráðherra Afganistans segir að ríkisstjórnin hafi fallið vegna spilltra embættismanna sem skálduðu upp „draugahermenn” og fengu greiðslur frá talíbönum.

Khalid Payenda sagði við BBC að flestir þeirra 300 þúsund hermanna og lögreglumanna sem ríkisstjórnin talaði um séu ekki til.

Hann sagði að „drauga”-starfsmönnum hafi verið bætt við opinbera lista til að hershöfðingjar gætu hirt laun þeirra.

Talíbanar tóku fljótt stjórnina yfir Afganistan í ágúst eftir að Bandaríkjamenn drógu herlið sitt til baka eftir 20 ára veru í landinu.

Payneda, sem sagði af sér og yfirgaf Afganistan þegar talíbönum óx fiskur um hrygg, sagði skjöl sýna að það hafi ekki verið rétt að öryggissveitir stjórnarinnar væru mun fleiri en hersveitir talíbana.

mbl.is