Bætur til þróunarríkjanna helsta ágreiningsefnið

Loftslagsráðstefnan COP26 | 13. nóvember 2021

Bætur til þróunarríkjanna helsta ágreiningsefnið

Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow, stendur fast á því að ráðstefnunni verði að ljúka í dag.

Bætur til þróunarríkjanna helsta ágreiningsefnið

Loftslagsráðstefnan COP26 | 13. nóvember 2021

Alok Sharma, forseti COP26, telur að jafnvægis hafi verið gætt …
Alok Sharma, forseti COP26, telur að jafnvægis hafi verið gætt við samningsgerðina og að á borðinu liggi nú víðfeðmur og umfangsmikill sáttmáli sem ætti heilt yfir að vera til hagsbóta fyrir alla að einhverju leyti AFP

Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow, stendur fast á því að ráðstefnunni verði að ljúka í dag.

Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow, stendur fast á því að ráðstefnunni verði að ljúka í dag.

Viðræðurnar eru nú á lokastigi en vansvefta fulltrúar ríkjanna hafa tekist á um samningsatriði og unnið að nánari útfærslu sleitulaust í nokkra daga. BBC hefur fylgst vel með og reynt að lesa í hegðun fulltrúanna sem hópa sig saman á víð og dreif um salinn þar sem viðræðurnar fara fram. 

Sharma telur að jafnvægis hafi verið gætt við samningsgerðina og að á borðinu liggi nú víðfeðmur og umfangsmikill sáttmáli sem ætti heilt yfir að vera til hagsbóta fyrir alla að einhverju leyti, þó að það geti ekki verið einhugur um hvert einasta atriði. Allir aðilar hafi náð að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 

Fulltrúar Bandaríkjanna og Kína ræða hér saman.
Fulltrúar Bandaríkjanna og Kína ræða hér saman. AFP

Þróunarlöndin og efnuðu löndin takast á

Í þeim drögum sem nú eru til umræðu, þriðju drögunum, er að finna ákvæði sem snúa að því að útrýma notkun kola sem eldsneytis.

Þá er einnig að finna skyldu aðildarríkjanna til að koma saman að ári og gera grein fyrir því hvernig þeim hefur gengið að standa við sínar skuldbindingar.

Með Parísarsáttmálanum árið 2015 var ákveðið að koma saman á fimm ára fresti en með þessu nýja ákvæði væri töluvert meiri þrýstingur settur á ríkin að fylgja eftir sínum markmiðum.

Þróunarlöndin hafa hreyft andmælum við þessu, enda eigi þau fullt í fangi með önnur vandamál og það gæti reynst þeim verulega þungbært að skila inn tilskildum gögnum svo ört.

Fyrir utan ráðstefnuna hafa umhverfissinnar komið saman til að beita …
Fyrir utan ráðstefnuna hafa umhverfissinnar komið saman til að beita þjóðarleiðtogana þrýstingi. AFP

Fjárhagsleg ágreiningsefni

Helstu ágreiningsefnin eru fjárhagsleg. Þá einkum varðandi bætur efnuðu ríkjanna til þróunarlandanna. Þróunarlöndin vilja bætur frá efnuðu ríkjunum fyrir þann skaða sem þau hafa valdið með iðnbyltingunni. 

Efnuðu ríkin, sérstaklega Bandaríkin, vilja ekki gangast við því að þau séu bótaskyld gagnvart þróunarlöndunum á þessum grundvelli, enda kynni það að opna fyrir ófyrirsjáanlega háar fjárhæðir.

Þá er einnig gerð sú krafa að efnuðu ríkin veiti þróunarlöndunum tvöfalda fjárhagsaðstoð, miðað við þá sem um var samið 2019, til þess að gera þeim kleift að standa við skuldbindingar sínar. 

BBC náði tali af James Shaw, loftslagsráðherra Nýja-Sjálands, sem kvaðst nokkuð bjartsýnn á að það myndi komast á samkomulag. Þó með þeim fyrirvara að hver þjóð hefði í raun vald til að ógilda allan samninginn. 

mbl.is