Aðild að bandalagi gegn olíuvinnslu verið rædd

Loftslagsráðstefnan COP26 | 15. nóvember 2021

Aðild að bandalagi gegn olíuvinnslu verið rædd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kveðst þykja það eðlilegt að Ísland setji sér sjálfstæð markmið í loftslagsmálum sem ganga lengra en þau sem við fáum í gegnum samstarf við Evrópu og Noreg. Segir hann þá aðild Íslands að bandalaginu BOGA (e. Beyond oil and gas alliance) hafi verið rædd og sé til skoðunar.

Aðild að bandalagi gegn olíuvinnslu verið rædd

Loftslagsráðstefnan COP26 | 15. nóvember 2021

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kveðst þykja það eðlilegt að Ísland setji sér sjálfstæð markmið í loftslagsmálum sem ganga lengra en þau sem við fáum í gegnum samstarf við Evrópu og Noreg. Segir hann þá aðild Íslands að bandalaginu BOGA (e. Beyond oil and gas alliance) hafi verið rædd og sé til skoðunar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kveðst þykja það eðlilegt að Ísland setji sér sjálfstæð markmið í loftslagsmálum sem ganga lengra en þau sem við fáum í gegnum samstarf við Evrópu og Noreg. Segir hann þá aðild Íslands að bandalaginu BOGA (e. Beyond oil and gas alliance) hafi verið rædd og sé til skoðunar.

Í stað þess að bíða til ársins 2025 líkt og áætlað var, hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna verið hvött til að skila inn uppfærðum losunarmarkmiðum fyrir ráðstefnu næsta árs.

Fyrir COP26 loftslagsráðstefnuna sem fór fram í Glasgow á dögunum hafði borið á einhverri gagnrýni í ljósi þess að Ísland hafði ekki sett sér sjálfstæð losunarmarkmið umfram þau sem við fylgjum í ljósi samstarfs okkar við Evrópusambandið og Noreg. Þau markmið kveða á um 55% samdrátt í losun á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

„Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að skoða hvort við ættum að setja okkur sjálfstæð markmið sem ganga enn lengra. Mér finnst eðlilegt að við sem rík þjóð gerum það. Ég get ekki svarað því hvað Ísland mun koma með að borðinu á næsta ári en þetta er það sem mér finnst að við þurfum að skoða núna,“ segir Guðmundur, spurður í þessa gagnrýni og hvort Ísland ætli sér að gera einhverjar breytingar fyrir næstu ráðstefnu.

Samkomulagið skref fram á við

COP26 ráðstefnunni lauk á laugardag eftir að samningaviðræður höfðu dregist á langinn, eins og búist var við. Kom þá ekki á óvart að loka samkomulagið sem skrifað var undir af öllum aðildarríkjunum hefði tekið smá breytingum frá fyrstu drögum og þóttu ákvæðin heldur vægari en þau sem upphaflega var lagt upp með. Má þar meðal annars nefna breytinguna er varðar kol, en í stað þess að kveðið væri á um stöðvun kolanotkunar kom fram að draga þyrfti úr henni. Þótti þetta heldur óljóst og vægt til orða tekið.

Þá eru markmiðin sem komu þar fram ekki talin duga til að takmarka hlýnun loftslagsins við 1,5 gráðu.

Spurður hvað honum finnist um þessa lokaniðurstöðu, segir ráðherra marga jákvæða þætti hafa komið fram þó svo að vissulega hefði verið vonbrigði að metnaðarfyllri markmið hefðu ekki nást. Sem dæmi væri skref fram á við að tekist hefði að klára útfærslur á nokkrum greinum Parísarsáttmálans sem stóðu út af. Þá væri einnig jákvætt að sjá að kveðið væri á um að dregið yrði úr notkun jarðefnaeldsneytis og niðurgreiðslu þess.

„Ég er alveg ágætlega bjartsýnn, maður skynjaði vel á fundunum að fólk hefur raunverulega djúpar áhyggjur af því hvert stefnir og þess vegna held ég að við munum færast nær þessu markmiði á næsta ári og vonandi komast alla leið.

Ef við horfum aðeins á söguna síðustu sex ár þá stefndi í 3,3 gráðu meðalhlýnun fyrir Parísarsamkomulagið miðað við þau loforð sem ríki heims höfðu sett fram þá. Fyrir fundinn í Glasgow núna vorum við komin niður í 2,7 gráðu hlýnun og eftir fundinn erum við sennilega komin niður í 2,4 gráðu hlýnun miðað við þau loforð sem voru gefin núna. Þetta er ekki að gerast nógu hratt en þetta er samt að fara í rétta átt,“ segir Guðmundur.

Til skoðunar að ganga í BOGA

Ráðherra taldi einnig sjálfstæðar yfirlýsingar sem komu fram á ráðstefnunni, sem ná umfram þau loforð er koma fram í samkomulaginu, jákvæðar. Kveða þær meðal annars á um að hætta notkun kola, draga úr losun metans og stöðva eyðingu skógar.

„þetta er oft upphafið að einhverju sem að gæti fest sig meira í sessi og gæti skilað sér inn í hertum markmiðum á næsta ári. Það eru líka jákvæð teikn á lofti umfram það sem var formlega ákveðið eða samþykkt á þessum fundi.“

Auk þess var aðgerðarbandalagi komið á fót af Danmörku og Kosta Ríka sem miðar að því að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu í heiminum. Hefur það verið nefnt BOGA (e. Beyond oil and gas alliance). Aðildarríki eru hvött til að stöðva vinnslu og leit þessara jarðefnaeldsneyta. Auk Danmerkur og Kosta Ríka hafa Frakkland, Svíþjóð, Grænland, Wales, Írland og Quebec, einnig gengið í bandalagið.

Spurður hvort Íslendingar hyggist taka þátt, segir Guðmundur það hafa verið rætt. Hann segir þó kosningar og stjórnarmyndunarviðræður hafa sett strik í reikninginn.

„Þetta hefur ekki verið tekið afgreiðslu en þetta hefur verið kynnt og fjallað um á vettvangi ráðherranefndar um loftslagsmál.“

mbl.is