„Þurfum að finna öllum stað á vellinum“

Umhverfisvitund | 19. nóvember 2021

„Þurfum að finna öllum stað á vellinum“

Mikilvægt er að allir finni sér leið inn í verkefnið sem baráttan við loftslagsvá heimsins er og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Til að hafa raunveruleg áhrif í þessum efnum skiptir máli að hafa góðan leiðtoga. Þetta sagði Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu í dag.

„Þurfum að finna öllum stað á vellinum“

Umhverfisvitund | 19. nóvember 2021

Frá Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu í dag.
Frá Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu í dag. Eggert Jóhannesson

Mikilvægt er að allir finni sér leið inn í verkefnið sem baráttan við loftslagsvá heimsins er og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Til að hafa raunveruleg áhrif í þessum efnum skiptir máli að hafa góðan leiðtoga. Þetta sagði Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu í dag.

Mikilvægt er að allir finni sér leið inn í verkefnið sem baráttan við loftslagsvá heimsins er og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Til að hafa raunveruleg áhrif í þessum efnum skiptir máli að hafa góðan leiðtoga. Þetta sagði Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu í dag.

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í …
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í dag. Eggert Jóhannesson

„Löndin sem standa hvað verst í dag hvað þetta varðar eru þau lönd þar sem hefur verið mikil skautun og mikil átök um ákvarðanir. Í mörgum tilfellum hafa engar ákvarðanir teknar eða þær teknar og þeim svo snúið við nokkrum árum síðar. Þar er raunverulega verið að berjast um hver á stjórnmálin og á mörgum stöðum eru stjórnmál rekin af jarðefnahagsmunum. Fyrir slíka leiðtoga er mjög erfitt að rísa undir þeirri ábyrgð,“ sagði hann.

Þótt engin skýr niðurstaða hafi fengist í samningaviðræðum á loftslagsráðstefnunni COP26 sem fór fram í París fyrr í þessum mánuði hafi náðst samstaða um að ráðaðast þurfi á loftslagsvandann og tryggja að allir eigi hlut í framtíðinni, að sögn Halldórs.

„Þar voru til dæmis trúarleiðtogar og aðrir leiðtogar sem voru að vinna í lausnum á vandanum mjög mikilvægir. Þannig þetta er mjög áhugaverð samblanda af því að sýna forystu og að láta hlutina gerast.“

Getum ekki fríað okkur ábyrgð á vandanum

Hluta af vandanum sagði hann vera vangetu smáþjóða til að tileinka sér heimsborgaralega hugsun og að þann eiginleika þurfi Íslendingar að þjálfa.

„Hér hefur heyrst að við getum fríað okkur ábyrgð með því að benda á aðra, til dæmis verksmiðjuþjóð heimsins, sem þó hefur gert meira til að snúa bæði loftslags- og fátæktarvandnum við en við Íslendingar. Samt höfum við engar áhyggjur af því að kaupa af þeim vörur.“

Því sé mikilvægt að ræða við börn og ungmenni um sameiginlega ábyrgð í þessum efnum, bætti hann við.

„Það gefur tilgang að hugsa um þetta sem verkefni en við þurfum líka að finna öllum stað á vellinum. Það er verst þegar fólk finnst það ekki hafa nein tök á vandamálinu. Þess vegna er mikilvægt að allir finni sér leið inn í verkefnið og þar skiptir mjög miklu máli að hafa góðan leiðtoga og að fólk treysti þeim leiðtoga.“

mbl.is