Fyrst þarf að sjá árangur af örvunarskammtinum

Kórónuveiran COVID-19 | 22. nóvember 2021

Fyrst þarf að sjá árangur af örvunarskammtinum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að tala um bólusetningarskyldu eða aukin réttindi bólusettra umfram óbólusetta hér á landi, líkt og gert hefur verið víða um heim. Yfirvöld í Austurríki hafa til að mynda gefið út að landsmönnum verði skylt að láta bólusetja sig frá með 1. febrúar næstkomandi. Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í fréttum Stöðvar tvö í gær að bólusetning væri réttlætanleg skylda.

Fyrst þarf að sjá árangur af örvunarskammtinum

Kórónuveiran COVID-19 | 22. nóvember 2021

Þórólfur telur að enn vanti faglegar forsendur fyrir því að …
Þórólfur telur að enn vanti faglegar forsendur fyrir því að tala um skyldubólusetningu eða aukin réttindi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að tala um bólusetningarskyldu eða aukin réttindi bólusettra umfram óbólusetta hér á landi, líkt og gert hefur verið víða um heim. Yfirvöld í Austurríki hafa til að mynda gefið út að landsmönnum verði skylt að láta bólusetja sig frá með 1. febrúar næstkomandi. Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í fréttum Stöðvar tvö í gær að bólusetning væri réttlætanleg skylda.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að tala um bólusetningarskyldu eða aukin réttindi bólusettra umfram óbólusetta hér á landi, líkt og gert hefur verið víða um heim. Yfirvöld í Austurríki hafa til að mynda gefið út að landsmönnum verði skylt að láta bólusetja sig frá með 1. febrúar næstkomandi. Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í fréttum Stöðvar tvö í gær að bólusetning væri réttlætanleg skylda.

Þórólfur segir hins vegar að fyrst verði að sjá hver árangurinn af örvunarskammtinum verður, áður en sú umræða geti farið fram.

„Ég hef sagt að ef þriðja sprautan, örvunarskammturinn, skilar þeim árangri og verndar það vel að smit eftir þriðju sprautuna verði mjög fátíð, þá erum við komin með faglegar forsendur fyrir því að veita einhver réttindi hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn. En það er pólitísk ákvörðun og það er siðferðisleg ákvörðun, það er ekki ákvörðun sóttvarnarlæknis. Mér finnst alls ekki tímabært eins og staðan er núna, að tala um skyldubólusetningu og ekki heldur um hvort fullbólusettir eigi að fá aukin réttindi. Ég held að menn þurfi að sjá fyrst árangur af örvunarskammtinum.“

Þórólfur bendir á að sín afstaða til almennra bólusetninga barna sé sú að skyldubólusetning myndi ekki hjálpa. Hún gæti jafnvel fælt fólk frá og orðið til þess að fólk léti ekki bólusetja börn sín. Varðandi covid þá telur hann hæpið að gera bólusetningu að skyldu eða veita fólki sem hefur fengið tvær sprautur einhver réttindi umfram bólusetta, því það veikist líka.

mbl.is