Örvunin heldur áfram í vikunni

Bólusetningar við Covid-19 | 22. nóvember 2021

Örvunin heldur áfram í vikunni

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ánægð með síðustu viku örvunarbólusetninga og fer bjartsýn inn í þá næstu sem nú er að hefjast.

Örvunin heldur áfram í vikunni

Bólusetningar við Covid-19 | 22. nóvember 2021

Fólk fyrir utan Laugardalshöll í síðustu viku.
Fólk fyrir utan Laugardalshöll í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ánægð með síðustu viku örvunarbólusetninga og fer bjartsýn inn í þá næstu sem nú er að hefjast.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ánægð með síðustu viku örvunarbólusetninga og fer bjartsýn inn í þá næstu sem nú er að hefjast.

„Við bólusettum samtals um 20 þúsund manns, og rúmlega það með fimmtudeginum og föstudeginum, en þá vorum við með opið hús hjá okkur fyrir þá sem eru óbólusettir og þá sem treysta sér ekki í mannþröngina,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum bara með svipaðri viku fram undan.“

Tæplega 70 prósent mæting var í örvunarbólusetninguna og dreifðist hún jafnt á alla dagana. Spurð hvers vegna mætingin var ekki meiri segir hún að til að mynda sé hópur fólks sem tók inflúensubólusetningu fyrir skömmu en líða þurfa tvær vikur milli þess. „Svo getur ýmislegt haft áhrif. Fólk á kannski ekki heimangengt eða er að hugsa sig um. Gögnin sýna okkur að mótefnasvarið tífaldast við þessa þriðju sprautu þannig að fólk á að vera mun betur varið eftir hana,“ segir Ragnheiður. Það sé vel þekkt innan fræðigreinarinnar að oft þurfi að gefa örvunarskammta ef færri skammtar duga ekki.

Þá sé álagið meira á heilsugæslunni fyrst stór hluti mannskaparins er við bólusetningar. „Það þarf að sýna svolitla biðlund. Það er mikið af pestum í gangi og kannski óþarfi að fara strax með fyrsta hósta eða kvef til læknis á heilsugæslu en um að gera að fara í sýnatöku í PCR-próf, bíða í tvo til þrjá daga og sjá hvort maður hressist ekki.“

Í heild miði bólusetningu vel. „Það kunna þetta allir. Ró yfir mannskapnum og allir vita hvað þeir eiga að gera. Ég verð að hrósa almenningi. Alveg til fyrirmyndar.“

mbl.is