Sjúkraflutningamenn gáfu bóluefni í höllinni

Bólusetningar við Covid-19 | 25. nóvember 2021

Sjúkraflutningamenn gáfu bóluefni í höllinni

Góð mæting var í bólusetningu með örvunarskammti í Laugardalshöll í gær að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar sem bólusetningin er mannfrek lögðu sjúkraflutningamenn hjúkrunarfræðingum lið og tóku þátt í að bólusetja en þeir hafa öll tilskilin réttindi til þess.

Sjúkraflutningamenn gáfu bóluefni í höllinni

Bólusetningar við Covid-19 | 25. nóvember 2021

Góð mæting var í örvunarskammtinn.
Góð mæting var í örvunarskammtinn. mbl.is/Unnur Karen

Góð mæting var í bólusetningu með örvunarskammti í Laugardalshöll í gær að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar sem bólusetningin er mannfrek lögðu sjúkraflutningamenn hjúkrunarfræðingum lið og tóku þátt í að bólusetja en þeir hafa öll tilskilin réttindi til þess.

Góð mæting var í bólusetningu með örvunarskammti í Laugardalshöll í gær að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar sem bólusetningin er mannfrek lögðu sjúkraflutningamenn hjúkrunarfræðingum lið og tóku þátt í að bólusetja en þeir hafa öll tilskilin réttindi til þess.

„Við höfum annast þetta verkefni náið með almannavörnum og lögreglunni og þetta er hluti af samvinnunni. Þeir hafa starfsleyfi til þess að sinna þessu,“ segir Sigríður. Þeir sem fengu síðustu bólusetningu fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum voru velkomnir í örvunarskammt í Laugardalshöllinni í gær.

Alls greindust 147 smit innanlands í gær, þar af voru 70 í sóttkví við greiningu. Alls voru 19 á sjúkrahúsi miðað við tölur gærdagsins, 11 þeirra óbólusettir. Af þeim sem liggja á spítalanum eru þrír á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél, 14 í einangrun og 11 á smitsjúkdómadeild.

mbl.is