Smittíðni fer fram úr verstu spám

Kórónuveiran Covid-19 | 25. nóvember 2021

Smittíðni fer fram úr verstu spám

Forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo segir uppgang í kórónuveirusmitum og spítalainnlögnum fara fram úr neikvæðustu spám vísindamanna, en hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í landinu í síðustu viku.

Smittíðni fer fram úr verstu spám

Kórónuveiran Covid-19 | 25. nóvember 2021

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, segir smittíðni í landinu fara …
Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, segir smittíðni í landinu fara fram úr verstu spám. AFP

Forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo segir uppgang í kórónuveirusmitum og spítalainnlögnum fara fram úr neikvæðustu spám vísindamanna, en hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í landinu í síðustu viku.

Forsætisráðherra Belgíu Alexander De Croo segir uppgang í kórónuveirusmitum og spítalainnlögnum fara fram úr neikvæðustu spám vísindamanna, en hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í landinu í síðustu viku.

„Nýjustu gögn sýna að staðan hefur versnað verulega,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu.

Á morgun mun fara fram fundur þar sem tekið verður til skoðunar hvort að herða þurfi enn frekar aðgerðir.

Líkt og víða annarsstaðar á meginlandinu hefur nýgengi smita í Belgíu hækkað töluvert á síðustu misserum, þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar sé nú fullbólusettur.

Hertar aðgerðir óvinsælar

Í síðustu viku voru hertar sóttvarnaaðgerðir kynntar í Belgíu við slæmar undirtektir landsmanna. Kveða nýju reglurnar á um grímunotkun og að Belgar vinni að heiman fram í miðjan desember.

Í kjölfarið brutust út harkaleg mótmæli þar sem um 35 þúsund manns fjölmenntu götur Brussel. Voru mótmælendur ýmist á móti bólusetningum eða sóttvarnaaðgerðum, sem margir telja vega að frelsi landsmanna.

Á mánudag var síðan De Croo, ásamt fjórum öðrum belgískum ráðherrum, skipaður í sóttkví eftir að hafa umgengist Jean Castex, forsætisráðherra Frakka, sem greindist með veiruna.

mbl.is