Marokkó takmarkar flug frá sunnanverðri Afríku

Kórónuveiran Covid-19 | 26. nóvember 2021

Marokkó takmarkar flug frá sunnanverðri Afríku

Yfirvöld í Marokkó hafa ákveðið að takmarka flug frá löndum frá sunnanverðri Afríku í tilraun til að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveirunni, B.1.1.529, sem greinst hefur í nokkrum löndum heimsálfunnar.

Marokkó takmarkar flug frá sunnanverðri Afríku

Kórónuveiran Covid-19 | 26. nóvember 2021

Yfirvöld í Marokkó hafa ákveðið að herða aðgerðir við landamærin …
Yfirvöld í Marokkó hafa ákveðið að herða aðgerðir við landamærin vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar. AFP

Yfirvöld í Marokkó hafa ákveðið að takmarka flug frá löndum frá sunnanverðri Afríku í tilraun til að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveirunni, B.1.1.529, sem greinst hefur í nokkrum löndum heimsálfunnar.

Yfirvöld í Marokkó hafa ákveðið að takmarka flug frá löndum frá sunnanverðri Afríku í tilraun til að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveirunni, B.1.1.529, sem greinst hefur í nokkrum löndum heimsálfunnar.

Verður fólki frá Suður-Afríku, Botsvana, Lesótó, Esvatíní, Mósambík og Simbabve ekki heimilt að ferðast til landsins, sem og ferðamönnum sem hafa haft viðkomu í þessum löndum á leið til Marokkó.

Hertar aðgerðir við landamæri Evrópuríkja

Enn er verið að rannsaka nýja afbrigðið en sérfræðingar óttast að hér gæti verið á ferð afbrigði sem bólusetningar og áunnið ónæmi ráða illa við. Það hefur aðallega greinst í sunnanverðri Afríku en vitað er um a.m.k. eitt tilfelli í Evrópu sem greindist í Belgíu.

Nú þegar hafa einhver lönd hert aðgerðir við landamæri og hafa Bretar tekið ákvörðun um að banna flug frá Suður-Afríku. Þá hefur Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagt að tekið verði til skoðunar hvort að aðildarríki sambandsins eigi að banna flug frá sunnanverðri Afríku.

mbl.is