Nýja afbrigðið greinist í Belgíu

Kórónuveiran Covid-19 | 26. nóvember 2021

Nýja afbrigðið greinist í Belgíu

Belgísk yfirvöld hafa tilkynnt um fyrsta smitið í Evrópu af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Nýja afbrigðið greinist í Belgíu

Kórónuveiran Covid-19 | 26. nóvember 2021

AFP

Belgísk yfirvöld hafa tilkynnt um fyrsta smitið í Evrópu af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Belgísk yfirvöld hafa tilkynnt um fyrsta smitið í Evrópu af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Nýja af­brigðið, B.1.1.529 sem þegar hefur greinst í sunn­an­verðri Afr­íku, er af vís­inda­mönn­um í Bretlandi talið það versta hingað til og það gæti jafn­vel fundið sér leið fram­hjá áður áunnu ónæmi við veirunni.

Að sögn Franks Vandenbroucke, heilbrigðisráðherra Belgíu, greindist smitið 22. nóvember og hafði sá sem smitaðist ekki áður fengið Covid-19.

Sá smitaði er sagður hafa komið heim til Belgíu frá Egyptalandi 1. nóvember.

mbl.is