Sakar Megas um kynferðisbrot

MeT­oo - #Ég líka | 26. nóvember 2021

Sakar Megas um kynferðisbrot

Bergþóra Einarsdóttir segir að tónlistarmaðurinn Megas hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi árið 2004 ásamt öðrum manni.

Sakar Megas um kynferðisbrot

MeT­oo - #Ég líka | 26. nóvember 2021

Megas á tónleikum.
Megas á tónleikum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bergþóra Einarsdóttir segir að tónlistarmaðurinn Megas hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi árið 2004 ásamt öðrum manni.

Bergþóra Einarsdóttir segir að tónlistarmaðurinn Megas hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi árið 2004 ásamt öðrum manni.

Fram kemur í viðtali við hana í Stundinni í dag að hún hafi lagt fram kæru á hendur þeim árið 2010. Lögreglan sagði brotið vera fyrnt og sá ríkissaksóknari ekki tilefni til að endurskoða ákvörðunina.

Bergþóra kveðst hafa síðar lesið textann við lagið Litla Ljót en Megas haft einmitt kallað hana það. Þar hafi hún séð mikil líkindi við það sem átti sér stað.

Hún segir að brotið hafi gerst á heimili yfirmanns á veitingastað þar sem hún starfaði. „Ég fékk áfall, fraus og þorði ekki að gera neitt,“ segir hún í viðtalinu.

Fram kemur í Stundinni að Megas hafi ekki viljað tjá sig um málið við blaðamann.

mbl.is