Vann sjálfbærniverðlaun fyrir Grænskjái

Loftslagsvá | 26. nóvember 2021

Vann sjálfbærniverðlaun fyrir Grænskjái

Hugbúnaðarfélagið Klappir vann á dögunum sjálfbærniverðlaun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir verkefnið Grænskjáir. Þótti það skara fram úr þeim 450 verkefnum sem komu frá 28 Evrópulöndum er kepptust um verðlaunin.

Vann sjálfbærniverðlaun fyrir Grænskjái

Loftslagsvá | 26. nóvember 2021

Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar, …
Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar, Þorsteinn Svanur Jónsson framkvæmdastjóri vöruþróunar og Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Hugbúnaðarfélagið Klappir vann á dögunum sjálfbærniverðlaun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir verkefnið Grænskjáir. Þótti það skara fram úr þeim 450 verkefnum sem komu frá 28 Evrópulöndum er kepptust um verðlaunin.

Hugbúnaðarfélagið Klappir vann á dögunum sjálfbærniverðlaun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir verkefnið Grænskjáir. Þótti það skara fram úr þeim 450 verkefnum sem komu frá 28 Evrópulöndum er kepptust um verðlaunin.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Grænskjáir felur í sér að efla umhverfislæsi ungmenna og mæla kolefnisfótspor grunnskóla Reykjavíkur. Verður upplýsingaskjáum komið fyrir í skólum þar sem nemendur og starfsmenn geta fengið aðgengi að tölfræðilegum upplýsingum um kolefnisfótspor skólans.

Verkefnið byggir á stafrænu vistkerfi Klappa og er það unnið í samstarfi við Landvernd, Reykjavíkurborg, Sorpu, Origo, Faxaflóahafnir og slóvenska mælaframleiðandann Iskraemeco.

Auðskiljanleg framsetning

„Grænskjáir verða innleiddir í grunnskóla Reykjavíkur í gegnum Grænfánaverkefni Landverndar og verður lögð áhersla á skemmtilega og auðskiljanlega framsetningu stafræna vistkerfisins ásamt fræðslu um umhverfismál og upplýsingum um hvernig sem bestum árangri er náð. Grænfánaskólar er helsta innleiðingar tæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag“ er haft eftir Andreu Önnu Guðjónsdóttur fræðslustjóra Landverndar.

Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur, segir í tilkynningunni loftslagsmálin vera efst á blaði í nýrri aðgerðaáætlun menntastefnu Reykjavíkurborgar til næsta þriggja ára enda sé það mikilvægasta viðfangsefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir.

„Verkefnið Grænskjáir verður hryggjarstykkið þegar kemur að fræðslu og virkri verkefnavinnu nemenda um loftslagsmál í grunnskólunum og því mikil viðurkenning að fá þessi verðlaun frá Evrópusambandinu,“ er haft eftir Helga.

Margþættur ávinningur

Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar og einn stofnandi Klappa, segir ávinning verkefnisins margþættan og lítur einna helst að styrkingu grunnskólanemenda í gagnadrifnu umhverfislæsi og getu þeirra til að hugsa um loftslags- og umhverfismál á gagnrýninn, upplýstan og skýran hátt.

mbl.is